Massa ætlar ekki að gera Raikkönen neina greiða 24. október 2006 20:30 Felipe Massa NordicPhotos/GettyImages Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari hefur sent verðandi félaga sínum Kimi Raikkönen og öðrum keppinautum sínum aðvörun fyrir næsta keppnistímabil og ætlar sér stóra hluti. Massa hefur verið í skugga Michael Schumacher hjá Ferrari í allan vetur, en vann sinn annan sigur á tímabilinu í heimalandi sínu um síðustu helgi - og það var í fyrsta sinn sem heimamaður vinnur kappaksturinn síðan Ayrton Senna heitinn gerði það árið 1993. "Hingað til hef ég bara hjálpað liði mínu að stoppa upp í eyðurnar, en það breytist allt héðan í frá. Kimi Raikkönen er frábær ökumaður, en ekki láta ykkur detta það í hug að ég hleypi honum fram úr mér í keppni. Það er undir honum komið að sanna sig hjá liðinu og hann á ekki von á neinum greiðum frá mér - þó ég muni alltaf keppa heiðarlega," sagði Brasilíumaðurinn sem er 25 ára gamall. Raikkönen gengur í raðir Ferrari fyrir næsta tímabil, en eftir að hafa lent í 2. sæti í stigakeppni ökuþóra árin 2003 og 2005, gekk ekkert upp hjá honum í keppninni í ár. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa hjá Ferrari hefur sent verðandi félaga sínum Kimi Raikkönen og öðrum keppinautum sínum aðvörun fyrir næsta keppnistímabil og ætlar sér stóra hluti. Massa hefur verið í skugga Michael Schumacher hjá Ferrari í allan vetur, en vann sinn annan sigur á tímabilinu í heimalandi sínu um síðustu helgi - og það var í fyrsta sinn sem heimamaður vinnur kappaksturinn síðan Ayrton Senna heitinn gerði það árið 1993. "Hingað til hef ég bara hjálpað liði mínu að stoppa upp í eyðurnar, en það breytist allt héðan í frá. Kimi Raikkönen er frábær ökumaður, en ekki láta ykkur detta það í hug að ég hleypi honum fram úr mér í keppni. Það er undir honum komið að sanna sig hjá liðinu og hann á ekki von á neinum greiðum frá mér - þó ég muni alltaf keppa heiðarlega," sagði Brasilíumaðurinn sem er 25 ára gamall. Raikkönen gengur í raðir Ferrari fyrir næsta tímabil, en eftir að hafa lent í 2. sæti í stigakeppni ökuþóra árin 2003 og 2005, gekk ekkert upp hjá honum í keppninni í ár.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira