Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Erlent 30. janúar 2025 16:02
Sextíu flugferðum aflýst Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis. Innlent 30. janúar 2025 14:43
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. Erlent 30. janúar 2025 12:43
Icelandair hefur flug til Miami Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku. Viðskipti innlent 30. janúar 2025 11:15
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Erlent 30. janúar 2025 09:52
Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Innlent 29. janúar 2025 19:00
Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel. Innlent 28. janúar 2025 21:47
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. Innlent 27. janúar 2025 21:54
Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni. Innlent 27. janúar 2025 12:42
Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Stjórnendur fyrirtækja verja margir töluverðum tíma, orku og fjármagni í það að styrkja ímynd sína. Þeir láta fagljósmyndara taka góða ljósmynd, kaupa ráðgjöf um hvað skuli segja, hvenær og hvernig – og reyna síðan að koma sér í viðtöl þar sem markmiðið er að segja eitthvað háfleygt og gáfulegt. Skoðun 27. janúar 2025 10:15
Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. Erlent 25. janúar 2025 15:28
Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Isavia svipti stærsta flugþjónustufyrirtæki einkaþotna starfsleyfi á bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vegna öryggisástæðna í síðustu viku. Eigandi fyrirtækisins segir að sviptingin hafi verið kærð til Samgöngustofu en Isavia vill ekki svara hvers vegna rekstrarleyfið var tekið af því. Viðskipti innlent 24. janúar 2025 07:02
Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Flugvél á leið frá Dubai til Bandaríkjanna lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis, vegna veikinda farþega um borð. Innlent 23. janúar 2025 14:44
„Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. Innlent 22. janúar 2025 21:41
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. Innlent 21. janúar 2025 21:43
Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Innlent 21. janúar 2025 18:05
Í skugga misvægis atkvæðanna Í kjölfar þess að fjárvana Samtök um betri byggð unnu kosningu 2001 um lokun herflugvallar í Vatnsmýri 2016 var teningum kastað. Upp reis harðsnúin og ófyrirleitin en vel fjármögnuð hreyfing svokallaðra flugvallarvina með tóm öfugmæli, útúrsnúninga, hálfsannleika, þvætting og lygar að vopni. Skoðun 21. janúar 2025 15:31
„Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. Atvinnulíf 20. janúar 2025 07:02
„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Innlent 19. janúar 2025 14:49
Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna. Viðskipti innlent 17. janúar 2025 16:08
Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista „Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð. Innlent 17. janúar 2025 09:01
Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Lífið 16. janúar 2025 17:25
Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Viðskipti innlent 16. janúar 2025 14:03
Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. Innlent 16. janúar 2025 11:13
Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest Airlines undirrituðu í gær samstarfssamning og verður Icelandair þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 16. janúar 2025 09:31
Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Auglýsing frá pakistanska flugfélaginu Pakistan Airlines hefur vakið hörð viðbrögð síðustu daga, svo hörð raunar að forsætisráðherra landsins hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Erlent 16. janúar 2025 07:02
Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Fjögur af sex börnum Malcolms Glazer komu heimsóttu Vopnafjörð síðasta sumar. Þau voru þar í boði Sir Jim Ratcliffe sem á Manchester United ásamt Glazer-fjölskyldunni. Enski boltinn 15. janúar 2025 15:44
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. Erlent 15. janúar 2025 14:24
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið lífæð fyrir innanlandsflug, sjúkraflug og almenna flugstarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir mikilvægi hans hefur flugvöllurinn verið í hættu undanfarinn áratug vegna markvissra aðgerða í þágu niðurrifs. Skoðun 15. janúar 2025 11:32