Aníta ekki með eina Íslandsmetið í dag - Kolbeinn setti líka met Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag en áður hefur verið greint frá því að ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sló 32 ára met Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH í 1500 metra hlaupi um tæpar tvær sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Sport 27. janúar 2013 22:50
Aníta með nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan efnilega úr ÍR, setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í dag þegar hún kom langfyrst í mark á 4 mínútum 19 sekúndum og 57 sekúndubrotum. Sport 27. janúar 2013 12:02
Hafdís í góðum gír á Stórmóti ÍR Hafdís Sigurðardóttir úr UFA náði flottum árangri á fyrri degi Stórmóts ÍR í frjálsum íþróttum í dag en mótið er hluti af Reykjavíkurleikunum. ÍR-ingurinn Hilmar Arnar Jónsson setti piltamet í kúluvarpi og náði lágmarki fyrir HM unglinga í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Sport 26. janúar 2013 21:16
Stórmót ÍR í frjálsum fer fram í 17. sinn um helgina ÍR-ingar halda Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum í sautjánda sinn um helgina en mótið fer fram sem endranær í Laugardalshöllinni og hefur fest sig í sessi sem langstærsta opna innanhússmótið í frjálsum íþróttum hér á landi. Keppt er í aldursflokkum frá átta ára og yngri og upp í karla og kvennaflokk og koma keppendur víðsvegar að af landinu auk um 70 Færeyinga og eins Norðmanns sem hefur skráð sig til keppni. Þetta kemur fram í frétttilkynningu frá ÍR-ingum. Sport 24. janúar 2013 15:15
Kári Steinn og Rannveig eru hlauparar ársins 2012 Framfarir – hollvinafélag millivegalengda og langhlaupara, völdu um helgina frammúrskarandi hlaupara og hlaupahópa ársins 2012 en þetta er tíunda árið í röð sem samtökin afhenda þessi verðlaun. Viðurkenningarnar voru veittar á Reykjavík International Games í Laugardalshöll. Sport 21. janúar 2013 11:30
Djokovic og Ennis besta íþróttafólk ársins í Evrópu Breska sjöþrautarkonan Jessica Ennis og serbneski tennisspilarinn Novak Djokovic voru kosin besta íþróttafólk ársins í Evrópu af meðlimum AIPS-samtakanna sem eru Alþjóðleg samtök íþróttafréttamanna. Sport 3. janúar 2013 18:30
Aníta vann mesta afrekið á Áramóti Fjölnis Aníta Hinriksdóttir úr ÍR endaði frábært ár með því að ná mesta afrekinu á sjötta Áramót Fjölnis sem var haldið um síðustu helgi. Aníta var þarna að vinna veglegan farandbikar annað árið í röð en hann var veittur í fjórða sinn. Sport 2. janúar 2013 12:15
Kári Steinn og Arndís komu fyrst í mark Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki og Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór venju samkvæmt í gær. Sport 1. janúar 2013 09:00
Fiffó gerður að heiðursfélaga FRÍ Friðrik Þór Óskarsson var fyrr í mánuðinum gerður að heiðursfélaga Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir framlag sitt til íþróttanna hér á landi. Sport 28. desember 2012 18:00
Aníta bætti sig um sex sekúndur Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, bætti eigið Íslandsmet í 600 metra hlaupi innanhúss á Jólamóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Sport 20. desember 2012 15:45
Reynir bætti 39 ára gamalt piltamet Reynir Zoëga Geirsson, 13 ára frjálsíþróttakappi úr Breiðabliki, bætti í gær 39 ára gamalt piltamet í 1500 metra hlaupi innanhúss á móti hjá FH. Sport 19. desember 2012 16:30
Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum árið 2017 fer fram í London Í dag var tilkynnt að heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum árið 2017 muni fara fram í London. Sport 19. desember 2012 10:15
Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Sport 17. desember 2012 11:15
Aníta bætti elsta Íslandsmetið innanhúss Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan stórefnilega úr ÍR, setti í dag glæsilegt Íslandsmet í þúsund metra hlaupi á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll. Sport 15. desember 2012 18:01
Pishchalnikova grunuð um lyfjamisnotkun Darya Pishchalnikova frá Rússlandi, sem vann silfurverðlaun í kringlukasti kvenna á Ólympíuleikunum í London í sumar, sætir rannsókn vegna mögulegra misnotkun á lyfjum. Sport 1. desember 2012 22:00
Vefurinn hans Kára Steins heitir silfrið þar til að gullið kemur Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari og Ólympíufari, hefur stofnað nýja vefsíðu þar sem fjallað verður ítarlega um frjálsar íþróttir. Vefurinn hefur fengið nafnið Silfrið.is. Sport 20. nóvember 2012 17:00
Ásdís: Er ekki búin að segja upp leigusamningnum Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur fundið sér nýjan þjálfara en hún hefur verið þjálfaralaus síðan í haust. Þá var ákveðið að slíta samstarfi hennar við Stefán Jóhannsson. Sport 15. nóvember 2012 07:00
Aníta fékk brons í Danmörku Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð þriðja á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fór fram í Tårnby í Danmörku í gær. Sport 11. nóvember 2012 11:30
Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. Sport 10. nóvember 2012 06:00
Ásdís er frjálsíþróttamaður ársins 2012 Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið valin frjálsíþróttamaður ársins 2012 en þetta var tilkynnt á lokahófi Frjálsíþróttasambands Íslands á dögunum og kemur fram á heimasíðu Ármenninga í dag. Sport 1. nóvember 2012 16:45
Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sport 31. október 2012 17:30
30 heiðruð fyrir framlag til íslenskra frjálsíþrótta Í tilefni 100 ára afmælis IAAF var Frjálsíþróttasambandi Íslands falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar. Sport 30. október 2012 13:50
Kipketer segir frá ferlinum Dansk-keníski hlauparinn Wilson Kipketer kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík þann 10. nóvember næstkomandi. Sport 27. október 2012 06:00
Einar Daði besti tugþrautarmaður Norðurlanda árið 2012 Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR átti frábært ár og nú er orðið ljóst að enginn tugþrautarmaður á Norðurlöndum gerði betur en þessi 22 ára strákur á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR. Sport 12. október 2012 09:45
Aníta efst á heimslistanum - frábært ár 2012 Hlaupakonan efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR trónir á toppi heimslistans árið 2012 í 2000 metra hindrunarhlaupi í flokki unglinga 17 ára og yngri með tímann 6:34,80 mínútur. Sá tími er auðvitað glæsilegt íslenskt aldursflokkamet í greininni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR. Sport 9. október 2012 13:30
Stefnumót með gulldrengnum Jóni Margeiri Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðuna Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrktarsamkomu í þágu Íþróttasambands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins. Sport 26. september 2012 16:30
Fjóla Signý og Ingi Rúnar með forystu eftir fyrri dag Fjölþrautarkonan Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK hefur forystu að loknum fyrri degi í sjöþraut á sænska meistaramótinu í fjölþrautargreinum. Sport 16. september 2012 09:00
Merritt stórbætti heimsmetið í 110 m grindahlaupi Ólympíumeistarinn Aries Merritt frá Bandaríkjunum var stjarna síðasta móts demantamótaraðarinnar sem sem fór fram í Brussel í Belgíu á föstudagskvöldið. Sport 9. september 2012 11:30
Ásdís þarf ekki í aðgerð Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið til skoðunar hjá læknum vegna ökklameiðsla sem hún varð fyrir í mars á síðasta ári. Sport 7. september 2012 12:02
Samstarfi Ásdísar og Stefáns lokið Stefán Jóhannsson er ekki lengur þjálfari spjótkastarans Ásdísar Hjálmsdóttur en þetta kom fram í fréttatilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns í morgun. Sport 6. september 2012 08:51