Hótar því að sjá öðrum fyrir vopnum til að gera árásir á Vesturlönd Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að Rússar gætu séð öðrum ríkjum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á vestræn ríki. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Rounds staðfesti í gær að bandarísk vopn hefðu verið notuð í árásum á Rússland. Erlent 6. júní 2024 06:53
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. Erlent 5. júní 2024 12:39
Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Skoðun 5. júní 2024 12:31
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Innlent 5. júní 2024 09:35
Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Fréttir 5. júní 2024 06:38
Áróður Kremlar teygir anga sína til Íslands Fréttavefsíða sem er sögð fjármögnuð af stjónvöldum í Kreml til þess að dreifa áróðri og grafa undan stuðningi við Úkraínu í Evrópu er meðal annars til í íslenskri útgáfu. Evrópskir fjölmiðlar afhjúpuðu hvernig sjóðurinn sem stendur að baki síðunni stendur fyrir upplýsingahernaði í álfunni. Innlent 3. júní 2024 10:45
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. Erlent 1. júní 2024 08:37
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Innlent 31. maí 2024 23:04
Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31. maí 2024 08:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Erlent 31. maí 2024 08:00
Heimilar notkun vopna frá Bandaríkjunum á rússneska grund Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið Úkraínumönnum grænt ljós á notkun vopna frá Bandaríkjunum í árásum á Rússland. Heimildin er þó takmörkunum háð og nær aðeins til tilvika þar sem um sjálfsvörn er að ræða. Erlent 31. maí 2024 07:45
Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 29. maí 2024 09:36
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Erlent 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26. maí 2024 07:50
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. Erlent 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Erlent 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23. maí 2024 10:54
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Erlent 21. maí 2024 19:11
Telur að Usyk hafi unnið vegna stríðsins í Úkraínu Tyson Fury tapaði sínum fyrsta bardaga á atvinnumannaferlinum þegar hann laut í lægra haldi fyrir Oleksandr Usyk í titilbardaga í þungavigtinni í gær. Fury var allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Sport 19. maí 2024 11:01
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18. maí 2024 20:00
Yfirborðskenndur stríðsáróður og McCarthýismi hjá háskólaprófessor Nýlega birtist grein á Vísi eftir Bjarna Má Magnússon sem nefnist „Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja?” Þessi grein er eintómt samansafn af hysterískum McCarthýisma, stríðsáróðri og sögulegri endurskoðunarstefnu, í því skyni að réttlæta hernaðarhyggju og vopnakaup fyrir hergagnaframleiðendur. Skoðun 18. maí 2024 17:31
Segir Rússa ekki hafa í hyggju að taka Kharkív Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki stefna að því að hernema Kharkív en hersveitir landsins hafa sótt fram í héraðinu undanfarna daga. Erlent 17. maí 2024 12:36
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Innlent 16. maí 2024 20:52
Úkraínustríðið, skotvopnakaup Íslands og NATO? Nýlega var viðtal við Utanríkisráðherra Íslands á Sprengisandi í tilefni 75 ára afmælis NATO. Aðstoð Íslands við Úkraínu kom til tals hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn. Skoðun 14. maí 2024 11:30
Blinken í óvænta heimsókn til Kænugarðs Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í morgun til Kænugarðs í Úkraínu en stór vopnasending var loksins að berast Úkraínumönnum á víglínurnar eftir að málið hafði stöðvast í bandaríska þinginu í langan tíma. Erlent 14. maí 2024 07:41
„Hvers konar „motherfucking“ óþverri væri þessi guð ef hann er til“ Kári Stefánsson segist ekkert botna í því að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu. Innlent 13. maí 2024 10:14
Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Erlent 12. maí 2024 19:59
Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Erlent 12. maí 2024 12:32
Hefja árásir nærri Karkív Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Erlent 10. maí 2024 14:50