

Jólavefur Vísis
Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Löngu byrjuð á jólabakstrinum
Matarbloggarinn Hafdís Priscilla Magnúsdóttir er mikið jólabarn. Hún byrjaði að prófa smákökuuppskriftir strax í lok sumars en þær eiga það allar sameiginlegt að vera hveiti- og sykurlausar. Hún deilir hér uppskrift að ofureinföldum lakkrístrufflum.

Jólasveinaseglar á ísskápinn- sniðug aðventugjöf fyrir krakkana
Hvaða dag koma jólasveinarnir til byggða?

Merkimiðar fyrir jólapakkana
Endurnýttu gömul jólakort og búðu til merkimiða fyrir pakkana í ár

Óhófið getur verið heilsuspillandi
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir heldur úti vinsælli netsíðu, mataraedi.is, þar sem fjallað er um mataræði, næringu og heilsu. Mataræði á aðventu og um jól truflar stundum markmið okkar um hollustu og heilbrigt líf. Axel segir gott að huga að því að borða ekki yfir sig.

Beið eftir Bert
„Minnisstæðustu bækurnar eru hiklaust bækurnar um Bert sem ég beið spenntur eftir um hver jól fyrir tæpum tuttugu árum. Ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir bókum síðan. Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson situr þó alltaf í mér af einhverjum ástæðum.“



Vinurinn kom með lýsandi snjókarl
Kristján Jóhannsson óperusöngvari á uppáhaldsjólaskraut sem honum áskotnaðist á Ítalíu fyrir mörgum árum. Gripurinn hefur fylgt honum síðan og tekur nú á móti gestum í Söngskóla Demetz.

Hátíðarmatur í íslenskri sveit
Á sunnudaginn kemur hefst ný þáttaröð af Hinu blómlega búi þar sem matreiðslumaðurinn Árni Ólafur Jónsson verður á vetrarlegum nótum og íslenskur hátíðamatur verður í aðalhlutverki. Árni Ólafur segist alsæll með dvölina í sveitinni og hefur aldrei séð eftir því að ákveða segja upp starfi sínu sem matreiðslumaður á Manhattan, til að hefja búskap í Borgarfirðinum.

Kjúklingur með ljúfu jólabragði
Pálína Jónsdóttir leikkona rekur sveitahótelið Lónkot í Skagafirði sem hefur skapað sér sérstöðu í framsetningu staðbundins hráefnis úr sveitinni. Hér gefur hún uppskrift að óvenjulegum kjúklingarétti.

Heitt súkkulaði í rúminu á jóladag
Í fjöldamörg ár viðhélt Þráinn Þorvaldsson þeim jólasið að drekka heitt súkkulaði með börnum sínum uppi í rúmi á jóladagsmorgun. Siðinn má rekja til móður Þráins sem ólst upp í torfbæ í Dýrafirði og naut samverustunda með móður sinni á baðstofuloftinu á jólunum.

Jólagreiðslan skref fyrir skref
Í kringum jól og áramót gefast jafnan mörg tilefni til að skarta sínu fegursta. Hér gefur að líta hugmynd að einfaldri greiðslu sem flestir ættu að ráða við. Tanja Dagbjört Sigurðardóttir sýnir réttu handtökin.

Eyrnakonfekt á aðventunni
Þegar stungið var upp á því við Nick Lowe að næsta platan hans yrði jólaplata brást hann ókvæða við. Sármóðgaður hugsaði hann með sér að neðar yrði ekki komist á tónlistarferlinum. Jólaplötur væru eiginlega það síðasta sem menn gerðu áður en þeir yrðu gleymsku mannanna að bráð.

Nauðsynlegt að prófa og leika sér
Sögusetur íslenska hestsins er vettvangur rugguhestasýningar yfir jólahátíðina. Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og auðvitað má prófa alla rugguhestana.

Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var mikið jólabarn þegar hún var að vaxa úr grasi. Haldið var í danskar jólahefðir, enda eyddi fjölskyldan aðfangadagskvöldi hjá ömmu hennar, Ellen Sveinsson Kaaber.

Smákökur úr íslensku súkkulaði
Omnom er nýtt íslenskt súkkulaði sem kom á markaðinn í nóvember. Súkkulaðið er unnið af fjórum eldheitum súkkulaðiáhugamönnum.

Jóladádýr með súkkulaðisósu
Júlíus Guðmundsson líffræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu er réttnefndur sælkerakokkur. Jólasteikina sækir hann í íslenska náttúru eða skosku hálöndin og útbýr með henni dýrindis súkkulaðisósu. Um hátíðarnar snæðir fjölskyldan gjarnan gómsæt akurhænsn.

Ferskur kókosdesert
Soffía Guðrún Gísladóttir myndlistarmaður hefur eytt jólum víðsvegar um heiminn og kynnst fjölbreyttri jólamenningu. Hún hefur óbilandi áhuga á mat og gefur hér góða uppskrift að eftirrétti.

Gefur sörurnar fyrir mestu áheitin
Anna Lóa Ólafsdóttir, námsráðgjafi og stofnandi Hamingjuhornsins, er þátttakandi númer 4.140 á jolapeysan.is. Hún hefur ákveðið að sá eða sú sem heiti mestu á hana í áheitasöfnuninni hljóti sörurnar sem hún bakar fyrir þessi jól.

Rice Krispís kökur Hrefnu Sætran
Jólakaffi Hringsins er haldið 1. desember en ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins. Uppskrift af jóluðum Rice Krispís kökum frá Hrefnu Sætran fylgir fréttinni.

Leikkona lætur gott af sér leiða
Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona gefur jólagjafir í verkefnið Jól í skókassa.

Farandpeysan boðin upp
Frumsýning nýrrar jólapeysu er fastur liður fyrir jólin hjá Sigga Hlö. Fjölskylda og vinir eru öllu vön þegar kemur að uppátækjum kappans en í ár keppir hann um jólapeysu ársins.

Jól alla daga
Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári.

Varaáætlun um jólamat!
Þessi grein ætti kannski frekar að vera undir Lífið hér á Vísi en hér er ekki verið að skrifa um hvernig á að elda heldur HVAÐ á að elda ef engar rjúpur verða á borðum fyrir jólin.

Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa
"Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni.

Höfundar jólaskáldsagnanna sækja efnivið til fyrri tíma
Margir bestu rithöfundar þjóðarinnar senda frá sér skáldsögu fyrir jólin. Efniviðurinn er margvíslegur en eitt stef er þó gegnumgangandi: skáldin virðast forðast það sem heitan eldinn að fjalla um samtímann og einbeita sér í staðinn að fortíðinni.

Þessar raddir urðu vinir mínir
Heima hjá Guðrúnu Sverrisdóttur hjúkrunarfræðingi er einstakt jólaskraut á borði. Iðnó í jólaskrúða unnið í gips með leikhússtjóra og leikstjóra uppi á þaki en leikara í ýmsum hlutverkum á stéttinni umhverfis.

Jólakúlur úr mosa
Auður Árnadóttir blómaskreytingameistari vill helst ekki taka jólaskrautið niður eftir jólin og sumt fær að hanga allt árið.

Gjörsamlega misheppnaðar jólakortamyndir
Það hefur færst í aukana á liðnum árum að fólk velji að láta fjölskyldumyndir, eða myndir af börnunum sínum fylgja með þegar jólakort eru send. Jasmine Bitles sem skrifar á vefin MoneyMagpie.com hefur tekið saman nokkrar af skelfilegustu myndum sem hægt er að senda af þessu tilefni.

Gott er að gefa
Gaman er að gefa vinum og ættingjum fallegar jólagjafir sem tengjast áugamálum þeirra og ástríðu. Hér má sjá nokkrar fallegar hugmyndir sem gætu gagnast þér við innkaupin eða hreinlega við að búa til gjöf.