Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Bankarnir farið „ó­var­lega“ þegar verð­tryggingar­mi­s­vægi þeirra marg­faldaðist

Mikill vöxtur í verðtryggðum útlánum stóru viðskiptabankanna til heimila og fyrirtækja án þess að þeir væru með verðtryggða fjármögnun á móti þeim eignum hefur valdið því að verðtryggingarmisvægi þeirra er í hæstu hæðum en seðlabankastjóri telur að bankarnir hafi þar farið „heldur óvarlega.“ Meira en eitt ár er liðið síðan allar reglur sem kváðu á um lágmarks binditíma á verðtryggðar innstæður í bönkum voru afnumdar en frá þeim tíma hefur hins vegar verið óveruleg aukning í slíkum innstæðum.

Innherji
Fréttamynd

Arion fyrstur til að til­kynna lækkun

Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Óverðtryggðir vextir íbúðalána lækka um allt að 0,6 prósentustig en verðtryggðir vextir standa í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nú beinast öll spjót að bönkunum

„Við höfum reyndar því miður dæmi um það að bankarnir bregðist mjög hratt og örugglega við þegar að seðlabankinn hefur hækkað vexti en hafa þurft að fá fyrirmæli ofan úr svörtuloftum til þess að lækka og hafa gert það seint og ekki jafn mikið. Fylgnin er meiri þegar að Seðlabankinn hefur hækkað vexti en lækkað, því miður.“

Innlent
Fréttamynd

Hætt við að ein „aumingja­leg lækkun“ láti hjól hag­kerfisins snúa hraðar á ný

Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting.

Innherji
Fréttamynd

Tekist að hefja vaxta­lækkunar­ferlið án þess að búa til of miklar væntingar

Markaðir brugðust við með afgerandi hætti eftir nokkuð óvænta vaxtalækkun Seðlabankans í morgun en hlutabréfaverð flestra félaga hækkaði skarpt og ávöxtunarkrafa stuttra ríkisbréfa lækkaði talsvert. Flestir markaðsaðilar vænta þess að peningastefnunefndin muni fylgja lækkuninni eftir með stærra skrefi í næsta mánuði – 50 punkta lækkun eða meira – en með ákvörðuninni í morgun sýndi Seðlabankinn framsýni með því að senda merki um að hann sé ekki fastur að horfa í „baksýnisspegilinn,“ að mati fjárfestis á skuldabréfamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Kjörin bötnuðu mikið þegar Lands­bankinn gaf út fimm ára evrubréf

Útgáfa Landsbankans á grænum skuldabréfum til fimm ára upp á 300 milljónir evra er sú lengsta á meðal útistandandi ótryggðra evrubréfa viðskiptabankanna en talsverður áhugi fjárfesta þýddi að vaxtaálagið lækkað nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst. Aðgengi íslensku bankanna að erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið mjög batnandi að undanförnu og Seðlabankinn hvatt þá til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu komi til þess að sú staða breytist.

Innherji
Fréttamynd

Kvartar til FDA og telur að Sam­sung eigi ekki að fá út­skipti­leika við Stelara

Alvotech hefur sent inn kvörtun til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna vegna hliðstæðu keppinautarins Samsung Bioepis við Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sem íslenska líftæknilyfjafélagið telur að uppfylli ekki kröfur til að fá heimild fyrir útskiptileika. Samsung er eitt af fjórum fyrirtækjum sem hefur sett stefnuna á hliðstæðumarkað með Stelara í upphafi næsta árs en fái félagið ekki útskiptileika er sennilegt að það muni koma verulega niður á möguleikum þess að keppa um hlutdeild við sölu á lyfinu.

Innherji
Fréttamynd

Lækkar verð­mat sitt á Eik en er samt tals­vert yfir til­boðs­verði Langa­sjávar

Dekkri rekstraráætlun og lakari sjóðstaða þýðir að verðmatsgengi á Eik hefur verið lækkað nokkuð frá fyrra mati, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu, en þrátt fyrir það er fasteignafélagið metið á tugprósenta hærra verði borið saman við gildandi yfirtökutilboð Langasjávar í alla útistandandi hluti. Hlutabréfaverð Eikar hækkaði skarpt í Kauphöllinni í dag og er núna um tíu prósentum yfir tilboðsverði fjárfestingafélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Væntan­legur sam­runi við Sam­kaup mun breyta dag­vöru­markaðinum mikið

Boðaður samruni Heimkaupa, sem opnaði nýlega verslunina Prís, og Orkunnar við Samkaup mun breyta miklu fyrir dagvörumarkaðinn en hann ætti að hafa í för með sér verulega stærðarhagkvæmni í innkaupum og betri nýtingu á rekstrarfjármunum, að sögn hlutabréfagreinanda. Verðmatsgengi fjárfestingafélagsins SKEL er nokkuð yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu, og áætlað er að velta Prís á þeim ríflega fjórum mánuðum sem hún verður starfrækt á þessu ári muni nema um þremur milljörðum.

Innherji
Fréttamynd

Kallaður hinn ís­lenski Forrest Gump af stóra bróður

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót.

Lífið
Fréttamynd

Markaðir rjúka upp eftir að verð­bólgan lækkaði meira en væntingar voru um

Hlutabréfaverð flestra félaga hefur rokið upp í Kauphöllinni og verðbóluálagið á skuldabréfamarkaði lækkað skarpt vegna væntinga fjárfesta um að það sé að styttast í vaxtalækkunarferli Seðlabankans eftir nýjar verðbólgutölur sem birtust í morgun. Tólf mánaða verðbólgan hjaðnaði niður í 5,4 prósent í september, mun meira en spár gerðu ráð fyrir, en peningastefnunefnd mun birta næstu vaxtaákvörðun sína eftir fimm daga.

Innherji
Fréttamynd

Spá enn einum fundinum án breytingar

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átta sagt upp hjá Arion banka

Átta manns var sagt upp hjá Arion banka í gær. Upplýsingafulltrúi bankans segir uppsagnirnar lið í breytingum innan einstakra sviða. Þær séu ekki liður í stórum skipulagsbreytingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag banda­rísks risa

Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá verð­bólgu undir fjórum prósentum á næsta ári

Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úr Idolinu yfir í út­varpið

Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Segir á­kvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir and­lát flug­manns

Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun.

Innlent