Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Kristófer valdi besta samherjann á ferlinum

Eins og fram kom í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi og á Vísi í morgun stefnir Kristófer Acox á endurkomu með Valsmönnum á næstu vikum. Hann ætlar sér að vera kominn á fullt í Bónusdeildinni í janúar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við þurfum að sýna Tinda­stólsorkuna“

Tindastóll heimsótti Njarðvík á nýjan heimavöll, IceMar-höllina í kvöld þegar 3. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það voru nýliðar Tindastóls sem sóttu sterkan sigur 76-77 í spennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar unnu með 45 stiga mun

Haukar byrja af miklum krafti í Bónus-deild kvenna í körfubolta og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Í kvöld vann liðið algjöran risasigur gegn Stjörnunni í Garðabæ, 103-58.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­trú­legur leikhluti Martins í naumum sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði heil sautján stig í þriðja leikhluta, þegar Alba Berlín vann sinn fyrsta sigur í Evrópudeildinni (e. Euroleague) í körfubolta á þessari leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjar­veru

Lonzo Ball mun spila sinn fyrsta leik fyrir NBA-liðið Chicago Bulls síðan þann 14. janúar 2022 á miðvikudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli en virðist loks vera að ná sér.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ó­trú­lega ó­þolin­móður maður“

Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley

NBA lið Miami Heat hefur ákveðið að heiðra Pat Riley fyrir störf sín fyrir félagið með því að nefna völlinn í Kaseya Center eftir honum en Riley hefur verið hjá Heat síðan 1995.

Körfubolti
Fréttamynd

„Naut þessa leiks í botn“

Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil.

Körfubolti