Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Valur ofar eftir æsispennu

Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta eru allt Kefl­víkingar“

Lið Keflavíkur í Bónus-deild kvenna var rætt í þættinum Bónus Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Hamar/Þór. Systrabönd innan liðsins voru sérstaklega tekin fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

Ena Viso til Grinda­víkur

Kvennalið Grindavíkur hefur fengið mikinn liðstyrk en hin danska Ena Viso hefur samið við liðið og klárar tímabilið í Smáranum.

Körfubolti
Fréttamynd

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs

Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann sem klárar dæmið“

„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel og fé­lagar spila til úr­slita

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust

Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið og við­töl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum

ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum

Bræðurnir Dylan og Nick Khatchikian voru bókstaflega allt í öllu þegar skólalið þeirra vann stórsigur. Annar var reyndar með 0 stig og hinn 0 stoðsendingar en þeir vógu það heldur betur upp á öðrum stöðum á tölfræðiblaðinu

Körfubolti
Fréttamynd

Lífið leikur við Kessler

Walker Kessler hefur slegið í gegn í NBA deildinni í körfubolta í vetur en frammistaðan hans inn á vellinum eru ekki einu góðu fréttirnar á heimilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum í þessu til þess að vinna“

Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101.

Körfubolti