Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ég er augljóslega mjög fúll“

Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var allt annað varnarlega“

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin spilaði í tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson var á sínum stað í liði Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar

Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“

Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. 

Sport
Fréttamynd

„Stuðningsmenn Grindavíkur kveiktu í mér“

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 86-94. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, gerði síðustu sjö stig Njarðvíkur og kláraði leikinn. Haukur var brattur eftir leik og sagði að stuðningsmenn Grindavíkur hafi kveikt í sér.

Sport
Fréttamynd

Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter

Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þá komu þeir með stóran þrist sem slökkti vonarneistann í okkur"

„Mér fannst Haukar eiga skilið að vinna þennan leik stærra. Við vorum sjálfum okkur ekki líkir. Það klikkaði andlega að vera með hausinn skrúfaðan á fannst mér. Vorum að einbeita okkur að hlutum sem við getum ekki stjórnað," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir 90-83 tap gegn Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla.

Körfubolti