Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Samfylkingin nýtur mest trausts í flestum málaflokkum, nema í málefnum hælisleitenda þar sem flestir treysta Miðflokknum. Fleiri treysta Sjálftstæðisflokknum fyrir nokkrum málaflokkum en myndu kjósa hann. Innlent 30. október 2024 19:14
Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. Innlent 30. október 2024 16:30
Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. Innlent 30. október 2024 16:04
Heilbrigðiskerfi okkar allra Öll höfum við persónulega reynslu af heilbrigðiskerfinu og við viljum að það virki vel þegar við þurfum á að halda, það veitir okkur öryggi. Skoðun 30. október 2024 13:00
Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, segist hvorki vera rasisti né transfóbískur. Hann rifjar upp tillögu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem var snarlega skotin í kaf, og segist sammála J.K Rowling hvað varðar málefni trans fólks. Innlent 30. október 2024 11:49
Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Innlent 30. október 2024 11:29
Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi Félagsfundur Sósíalista í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista í gær. Oddviti listans er Unnur Rán Reynisdóttir, hársnyrtir og hársnyrtikennari. Innlent 30. október 2024 10:51
Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og Samstöðvarinnar, verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 30. október 2024 07:26
„Ég sparka bara í þig á eftir“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er ekki til í að fallast á að alþingismenn séu drykkfelldari en aðrar starfsstéttir. Hún segir þvert á það sem margir haldi sé mikil gleði á þingi og segist hún sjá ákveðna fegurð í því þegar þingmenn fá sér í glas saman. Lífið 30. október 2024 07:02
Halla sinnir störfum formanns VR Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, mun sinna störfum formanns VR, á meðan Ragnar Þór Ingólfsson formaður verður í leyfi frá störfum næstu vikurnar. Innlent 30. október 2024 06:20
„Við erum ekki slaufunarflokkur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir skynsemishyggju og innihaldi umfram umbúðum. Hann segir Klausturmálið ekki koma flokknum illa. Það sé þvert á móti traustvekjandi ef það sé eina málið sem fólk geti dregið upp til að draga úr trúverðugleika þeirra. Innlent 29. október 2024 22:01
Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Snorri Másson leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Sigríður Andersen í Reykjavíkurkjördæmi norður. Jakob Frímann Magnússon er í öðru sæti í Reykjavík norður og Þorsteinn Sæmundsson í öðru sæti í Reykjavík suður. Innlent 29. október 2024 21:27
Þessi eru í forystusætunum Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru óðum að skýrast og oddvitar þeirra víðast hvar komnir fram. Í fjölmennustu kjördæmunum má víða sjá mikla þingreynslu hjá þeim sem leiða fyrir sinn flokk en út á landi er meira um glænýtt fólk í því hlutverki. Innlent 29. október 2024 18:58
Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Miðflokknum hefur borist góður liðsauki því nú rétt í þessu var gengið frá því að Jakob Frímann Magnússon, sem áður var í Flokki fólksins, hefur gengið til liðs hann. Innlent 29. október 2024 18:15
Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Þrátt fyrir að það hafi komið í ljós í könnun Maskínu á dögunum að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sé ánægður með stjórnarslit þá eru rithöfundar uggandi vegna kosninganna og þeirri fyrirferð sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé smá skellur að fá kosningar ofan í þann tíma sem skipti langmestu máli fyrir bóksölu á Íslandi. Innlent 29. október 2024 15:24
„Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Formaður Vinstri grænna segir að mikilvægt að láta ekki hugfallast yfir gengi flokksins í skoðanakönnunum. Í nýrri könnun Maskínu er flokkurinn á útleið af þingi. Fylgi Pírata hrynur milli kannanna og mælist nú 4,5 prósent á landsvísu. Oddviti þeirra í Kraganum segir það alvarlegt en kosningabaráttan sé rétt að hefjast Innlent 29. október 2024 13:32
Bergþór, Nanna og Eiríkur leiða í Suðvestur Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er oddviti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur er í öðru sæti og Eiríkur S. Svavarsson lögmaður í því þriðja. Innlent 29. október 2024 11:00
Klaustursveinar allir mættir sex árum síðar Klausturmálið er enn og aftur að lauma sér í umræðuna og ekki að ófyrirsynju. Allir þeir karlar sem þá voru í deiglunni, þeir sem fyrir sex árum höfðu setið að sumbli og sagt eitt og annað sem betur hefði verið látið ósagt, eru komnir í framboð. Það virðist vera gaman á Alþingi. Og þeir líta svo á að það mál sé afgreitt og horfið í gleymskunnar dá. Innlent 29. október 2024 10:57
Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug. Skoðun 29. október 2024 07:33
„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Innlent 28. október 2024 23:15
Vitað mál að allir flokkar berjist ekki fyrir almannahag „Það segjast allir flokkar vera berjast fyrir almannahag þó að allir vita að það sé ekki satt. Við erum almannahagsmuna flokkur og eigum við ekki bara lofa okkur að telja upp úr kössunum og sjá hverju við getum náð fram þegar við förum að ná okkar málum fram. Þetta snýst allt um málamiðlanir.“ Innlent 28. október 2024 22:31
Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson snúa aftur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins tillögu uppstillingarnefndar um framboðslitann í kjördæminu Innlent 28. október 2024 21:53
„Mér brá svolítið þegar ég sá þetta“ „Ég skal viðurkenna að mér brá svolítið þegar ég sá þetta,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis, um skilaboð sem formaður flokks hans sendi, þar sem hún virtist hvetja kjósanda til að strika nafn Dags út af lista í komandi kosningum. Innlent 28. október 2024 21:34
„Aldrei gott að toppa of snemma“ Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 28. október 2024 19:02
Fer í leyfi sem formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun taka sér tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fram að alþingiskosningum þann 30. nóvember en hann mun funda með stjórn VR á morgun til að tilkynna ákvörðun sína. Innlent 28. október 2024 18:20
Þau eru í framboði til Alþingis 2024 Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember næstkomandi og rennur framboðsfrestur úr á hádegi 31. október. Innlent 28. október 2024 16:24
Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. Innlent 28. október 2024 14:31
Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Innlent 28. október 2024 13:46
Inga Sæland ætlar með Flokk fólksins upp í fimmtán prósent Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er að vonum afar ánægð með niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Hún má vera það. Innlent 28. október 2024 12:17
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. Innlent 28. október 2024 12:01