Svíar ætla að hætta að niðurgreiða stóra tengitvinnbíla og dýra rafbíla Sænsk stjórnvöld ætla að herða verulega losunarskilyrði fyrir ívilnunum til kaupa á vistvænni bifreiðum. Hætt verður að niðurgreiða stærri tengitvinnbíla og dýra rafbíla. Viðskipti erlent 9. september 2021 11:21
Gætu annað 40% af raforkuþörf Bandaríkjanna með sólarorku Mögulegt er að framleiða allt að 40% alls rafmagns í Bandaríkjunum með sólarorku innan fimmtán ára samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar. Til þess þyrfti þó meiriháttar fjárfestingu í raforkukerfinu. Erlent 8. september 2021 23:44
Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Innlent 8. september 2021 20:02
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. Innlent 8. september 2021 17:08
Áforma friðlýsingar til verndar votlendis Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir koma sterklega til greina að gripið verði til friðlýsinga til verndar óraskaðs votlendis á næstu árum. Þar sé um forgangsatriði að ræða. Innlent 8. september 2021 14:07
Að kjósa framtíð Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Skoðun 8. september 2021 10:00
Loftslagsmál: Hvers vegna að kjósa Vinstri græn? Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein. Skoðun 8. september 2021 07:01
Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla. Erlent 7. september 2021 17:57
Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Erlent 6. september 2021 23:41
Tengja hlýnun á norðurskautinu við fjölgun kuldakasta Hlýnun norðurskautsins sem eru hluti af loftslagsbreytingum af völdum manna hefur tvöfaldað tíðni svonefndra heimskautalægða sem ganga yfir Norður-Ameríku undanfarin fjörutíu ár. Erlent 3. september 2021 16:00
Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. Innlent 3. september 2021 14:17
Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni. Erlent 3. september 2021 06:39
Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Skoðun 2. september 2021 19:30
Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. Innlent 2. september 2021 08:00
Telja tæpan þriðjung trjátegunda á jörðinni í útrýmingarhættu Nærri því þriðja hver trjátegund á jörðinni er nú í hættu á að þurrkast út, fyrst og fremst vegna atgangs manna. Hundruð tegunda eru sögð í bráðri útrýmingarhættu í nýrri skýrslu breskra gróðurverndarsamtaka. Erlent 1. september 2021 15:09
Mælum það sem skiptir máli Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Skoðun 1. september 2021 10:30
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. Erlent 1. september 2021 07:00
Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. Innlent 31. ágúst 2021 22:44
Papparör og pólitík Eftir að hafa heyrt mikið talað um kolsvarta loftslagsskýrslu síðustu daga skynjar maður alvarleika málsins. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum. Vissulega er hver einstaklingur bara dropi í hafið, en margt smátt gerir eitt stórt og betur má ef duga skal. Skoðun 31. ágúst 2021 15:01
Hamfarahlýnun ógnar milljarði barna Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Heimsmarkmiðin 30. ágúst 2021 12:20
Græn orkubylting í landi tækifæranna Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli. Skoðun 28. ágúst 2021 14:30
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. Innlent 28. ágúst 2021 10:34
Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti. Erlent 28. ágúst 2021 08:02
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Innlent 27. ágúst 2021 11:26
Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. Erlent 26. ágúst 2021 12:50
Ungir umhverfissinnar loka orkumálaráðuneyti Noregs Um 150 umhverfissinnar lokuðu fyrir aðgengi að orkumálaráðuneyti Noregs í dag. Hátt í tuttugu þeirra gripu til þess ráðs að fara inn í anddyri ráðuneytisins til að mótmæla og hafa þeir ekki farið þaðan út í dag. Erlent 23. ágúst 2021 15:30
Ævintýraveröld Kötlujökuls: Íshellirinn hrundi og þá var bara boginn eftir Þegar íshellar hrynja stendur stundum aðeins bogi eftir. Þeir geta þó hrunið algjörlega fyrirvaralaust. Lífið 22. ágúst 2021 07:01
„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Innlent 20. ágúst 2021 19:46
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. Erlent 20. ágúst 2021 15:44
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. Erlent 20. ágúst 2021 13:22