Lögmál leiksins: „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi“ Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. Farið var yfir ÓL 2024, Damian Lillard-skiptin, varnarleik Victor Wembanyama og Sam Presti. Körfubolti 24. október 2023 07:00
Ekki verið meiri spenna fyrir nýliða síðan LeBron Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hefst á morgun. Strákarnir í Lögmáli leiksins hituðu upp fyrir tímabilið sem framundan er. Körfubolti 23. október 2023 16:31
Steven Adams í aðgerð og missir af komandi tímabili Nýsjálendingurinn geðþekki, Steven Adams, mun missa af öllu komandi tímabili í NBA deildinni vegna krossbandameiðsla. Hann hefur ekki leikið með Memphis Grizzlies síðan í janúar og nú er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð. Körfubolti 22. október 2023 20:00
Andre Iguodala kveður körfuboltann Andre Iguodala, fjórfaldur NBA meistari með Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar 2015, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nærri tuttugu ára feril. Iguodala sagði ákvörðunina hans eigin og að samningstilboð hafi borist honum. Körfubolti 21. október 2023 23:01
Jókerinn geti ekki þjálfað því hann horfi ekki á körfubolta CJ McCollum, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur enga trú á að miðherjinn Nikola Jokić muni snúa sér að þjálfun þegar hann leggur skóna á hilluna. Ástæðan sé einföld, Jokić horfi einfaldlega ekki á körfubolta. Körfubolti 20. október 2023 23:31
Embiid við það að gera óhefðbundinn skósamning Joel Embiid, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðasta tímabili, er nálægt því að gera nýjan skósamning. Körfubolti 20. október 2023 16:31
McGregor ekki ákærður fyrir kynferðisbrot Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor verður ekki ákærður í máli þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot á leik í NBA deildinni í Flórída í júní fyrr á þessu ári. Sport 19. október 2023 12:30
James Harden skrópaði á æfingu hjá Philadelphia James Harden lét ekki sjá sig á æfingu hjá liði Philadelphia 76´ers í NBA-deildinni í dag. Harden hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Körfubolti 18. október 2023 22:01
Fyrrum kærasta segir NBA stjörnuna ekki hafa slegið sig Fyrrum kærasta NBA leikmannsins Kevin Porter Jr. hefur stigið fram og sagt frá því að NBA stjarnan hafi ekki slegið sig í átökum þeirra á hóteli í New York í síðasta mánuði. Körfubolti 18. október 2023 13:31
Thompson gæti yfirgefið Golden State næsta sumar Klay Thompson hefur leikið allan sinn feril í NBA-deildinni með sama liðinu, Golden State Warriors. Það gæti breyst næsta sumar. Körfubolti 17. október 2023 16:31
NBA segir góðan möguleika á því spila NBA-leik á Bernabéu leikvanginum Mark Tatum, næstráðandi hjá NBA-deildinni, opnaði fyrir möguleikann á því að deildarleikur í NBA verði spilaður í framtíðinni á heimavelli fótboltaliðsins Real Madrid á Spáni. Körfubolti 13. október 2023 15:31
Flutti meira en ellefu þúsund kílómetra til að upplifa öðruvísi NBA draum Flesta körfuboltaleikmenn dreymir um að spila í NBA-deildinni í körfubolta en aðeins einn af hverjum milljón nær að upplifa slíkan draum. Körfubolti 13. október 2023 13:30
Shaq verður forseti og Iverson varaforseti NBA-goðsagnirnar Shaquille O'Neal og Allen Iverson eru mættir aftur til körfuboltahluta Reebok íþróttaframleiðandans en nú sem hæstráðendur. Körfubolti 13. október 2023 09:30
Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Körfubolti 10. október 2023 11:01
Golden State Warriors fær kvennalið samþykkt í WNBA Golden State Warriors mun tefla fram liði í WNBA-deildinni frá og með árinu 2025. WNBA hefur samþykkt umsókn Warriors og ákveðið þar með að fjölga liðum í deildinni. Körfubolti 6. október 2023 10:30
Embiid mun spila fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikunum Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikunum á næsta ári en hann á rætur að rekja til Frakklands og Kamerún. Körfubolti 5. október 2023 17:45
Aftur vekur Butler athygli fyrir útlit sitt á fjölmiðladegi Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að hárgreiðslum og útliti á fjölmiðladegi NBA-deildarinnar. Körfubolti 2. október 2023 23:00
New York á loksins lið í lokaúrslitum New York Liberty er komið í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta þar sem liðið mætir ríkjandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti 2. október 2023 14:30
Holiday á leið til Boston Jrue Holiday stoppaði stutt hjá Portland Trail Blazers en honum var skipt til félagsins þegar Damian Lillard fór til Milwaukee Bucks á dögunum. Nú hefur verið greint frá því að Holiday er á leið til Boston Celtics í öðrum stórum skiptum NBA-deildarinnar á aðeins örfáum dögum. Körfubolti 1. október 2023 19:40
Clippers fá til sín leikstjórnanda í banni vegna kynferðisofbeldis Fyrrum leikstjórnandi San Antonio Spurs, Josh Primo, hefur verið dæmdur af NBA deildinni í fjögurra leikja bann vegna ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi. Leikmaðurinn skrifaði svo undir samning við Los Angeles Clippers. Körfubolti 1. október 2023 12:46
Skiptin til Bucks komu Lillard í opna skjöldu Damian Lillard hafði óskað eftir því við Joe Cronin, framkvæmdastjóra Portland Trail Blazers, að draga ósk sína um félagaskipti til baka þegar útséð var um að hann gæti gengið til liðs við Miami Heat. Körfubolti 30. september 2023 09:01
LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. Körfubolti 29. september 2023 16:40
Nýtt ofurlið í NBA-deildinni eftir Lillard skiptin í gær Damian Lillard er orðinn leikmaður Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta eftir risaskipti milli þriggja félaga í gær. Körfubolti 28. september 2023 09:00
Toronto leiðir kapphlaupið um Lillard Toronto Raptors þykir líklegast til að fá bandarísku körfuboltastjörnuna Damian Lillard. Körfubolti 26. september 2023 14:30
Giannis Antetokounmpo útilokar ekki að yfirgefa Bucks Giannis Antetokounmpo hristi aðeins upp í NBA heiminum á dögunum þegar hann var gestur í hlaðvarpinu 48 minutes. Þar lét hann þau orð falla að ef hann ætti betri möguleika á vinna titilinn annarsstaðar yrði hann að taka honum. Körfubolti 24. september 2023 09:57
Bið á félagaskiptum Damian Lillard Lítið virðist þokast í viðræðum um félagaskipti Damian Lillard frá Portland Trail Blazers en Miami Heat virðist ekki geta boðið neitt bitastætt til að koma skiptunum í kring. Körfubolti 23. september 2023 10:06
Damian Lillard nálgast Miami Heat Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers til 11 ára í NBA deildinni, virðist loks vera á förum frá félaginu. Miami Heat þykir enn líklegasti áfangastaður hans en Phoenix Suns hafa blandað sér í málið. Körfubolti 22. september 2023 17:30
Jason Kidd þjálfar kvennalið í minningu Kobe Jason Kidd þjálfar ekki bara stórstjörnur NBA deildarinnar. Árið 2021 tók hann upp þjálfun á úrvalsliði u17 ára kvenna til minningar um Kobe Bryant. Liðið sem hann þjálfar, Jason Kidd Select, vann körfuboltamót í hinum víðfræga Rucker Park síðastliðna helgi. Körfubolti 22. september 2023 11:01
A'ja Wilson og Spaðarnir frá Las Vegas til alls líklegir Hin 27 ára gamla A'ja Wilson lét til sín taka þegar Las Vegas Aces lagði Chicago Sky og tryggði sér sæti í undanúrslitum WNBA-deildarinnar í körfubolta. Wilson setti félagsmet yfir stig skoruð í leik í úrslitakeppninni en alls skoraði hún 38 stig í leiknum. Körfubolti 18. september 2023 20:00
Nýjar reglur settar um hvíldartíma í NBA deildinni Stjórnarnefnd NBA deildarinnar kom saman í dag og setti fyrir nýjar reglur um hvíldartíma heilbrigðra leikmanna. Lið gætu nú fengið allt að milljón dollara sekt fyrir að hvíla leikmann sem er ekki meiddur. Sport 13. september 2023 21:30