Völdu Þorvald Orra í nýliðavalinu Þorvaldur Orri Árnason verður leikmaður Cleveland Charge í þróunardeild NBA á næsta tímabili. Félagið valdi Þorvald Orra í nýliðavali alþjóðlegra leikmanna í dag. Körfubolti 28. júní 2023 22:00
Dennis Rodman með sláandi yfirlýsingu um Larry Bird Larry Bird er í margra augum besti hvíti leikmaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni í körfubolta frá upphafi og Bird er jafnan í hópi þeirra bestu sem hafa spilað í deildinni. Körfubolti 27. júní 2023 14:30
Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni. Körfubolti 27. júní 2023 14:01
Atlanta Hawks skipta John Collins til Utah Jazz fyrir hinn 36 ára Rudy Gay Atlanta Hawks og Utah Jazz hafa komist að samkomulagi um að skipta á þeim John Collins og Rudy Gay. Við fyrstu sýn virðist vera um ójöfn skipti að ræða en Hawks virðast fyrst og fremst vera að losa sig við há laun Collins. Körfubolti 26. júní 2023 23:01
Valinn fyrstur í nýliðavali NBA en hitti ekki neitt Spennan í kringum komu Victor Wembanyama í NBA deildina í körfubolta er nánast svipuð eins og þegar LeBron James mætti fyrir tuttugu árum. Þessi nítján ára Frakki þykir einstakur leikmaður, 219 sentímetra strákur með knattrak og skottækni bakvarðar. Körfubolti 26. júní 2023 16:46
Meiðslahelvíti Lonzo Ball ætlar engan endi að taka Chicago Bulls hefur gefið út að það reikni ekki með að leikstjórnandinn Lonzo Ball geti spilað með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 24. júní 2023 10:15
Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest. Körfubolti 23. júní 2023 08:31
Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Körfubolti 22. júní 2023 22:16
Chris Paul verður samherji Steph Curry hjá Warriors Chris Paul er við það að ganga til liðs við Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik og verður þar með samherji Steph Curry. Körfubolti 22. júní 2023 20:58
Breytingar í Boston: Porziņģis inn en Smart út Boston Celtics, Washington Wizards og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta hafa samþykkt þriggja liða leikmannaskipti sem senda Kristaps Porziņģis til Boston, Marcus Smart til Memphis og Tyus Jones til Washington. Körfubolti 22. júní 2023 15:00
Í fyrsta sinn sem konur stýra félagi sem aðalþjálfari og framkvæmdastjóri Stockton Kings braut blað í sögu félagsins sem og G-deildarinnar í körfubolta þegar liðið réð Lindsey Harding sem aðalþjálfara og Anjali Ranadivé sem framkvæmdastjóra. Körfubolti 21. júní 2023 14:30
Hótar að birta kynlífsmyndband af sér og Zion Moriah Mills, klámstjarnan fyrrverandi sem vinnur í dag við taka upp Only Fans-myndbönd, hefur hótað að birta klámmyndband af sér og körfuboltamanninum Zion Williamson. Mills komst í fréttirnar eftir að Zion og kærasta hans tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Körfubolti 20. júní 2023 09:30
Frétti að hann væri á leið í annað lið í gegnum SMS frá syni sínum Körfuboltamaðurinn Chris Paul frétti að búið væri að skipta honum frá Phoenix Suns til Washington Wizards í gegnum SMS frá 14 ára syni sínum síðastliðinn sunnudag. Körfubolti 20. júní 2023 08:31
Draymond Green freistar gæfunnar samningslaus Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors og fjórfaldur meistari með liðinu, hefur ákveðið að afþakka ársframlengingu á samningi sínum. Það þarf þó ekki að þýða að hann sé á leið í annað lið. Körfubolti 20. júní 2023 07:00
Fullyrðir að Zion Willamson verði kominn í nýtt lið á fimmtudaginn Töluvert hefur verið hvíslað um möguleg félagskipti Zion Williamson, leikmanns New Orleans Pelicans, síðustu daga og nú hefur íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons bætt olíu á þann eld en hann segir að Williamson verði ekki leikmaður Pelicans þegar nýliðavalið fer fram á fimmtudag. Körfubolti 19. júní 2023 23:01
Beal til liðs við Durant og Booker | Hvað verður um Chris Paul? Fyrstu stóru félagaskipti sumarsins í NBA-deildinni í körfubolta áttu sér stað á sunnudagskvöld. Þá var staðfest að Bradley Beal væri á leiðinni til Phoenix Suns frá Washington Wizards. Körfubolti 19. júní 2023 08:30
Lou Willams leggur skóna formlega á hilluna Bakvörðurinn knái og þrefaldur sjötti maður ársins, Lou Williams, er hættur í körfubolta. Hann lék alls 17 ár í NBA deildinni en var án liðs síðastliðið tímabil. Körfubolti 18. júní 2023 14:16
Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Sport 18. júní 2023 12:46
Ja Morant dæmdur í 25 leikja bann Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA deildinni, mun hefja næsta tímabil í 25 leikja banni. Er þetta annað bannið sem Morant hlýtur á skömmum tíma, en bæði bönnin tengjast byssusýningum á samfélagsmiðlum. Sport 17. júní 2023 09:01
Jordan selur Charlotte Hornets Michael Jordan, einn allra besti körfuboltamaður sögunnar, er við það að selja hlut sinn í NBA-liðinu Charlotte Hornets. Körfubolti 16. júní 2023 14:36
Lætur Biden heyra það og spyr hvenær lið hennar megi heimsækja Hvíta húsið A´ja Wilson, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í körfubolta lét Joe Biden Bandaríkjaforseta heyra það eftir að forsetinn fór með fleipur á Twitter-síðu sinni. Körfubolti 16. júní 2023 12:01
McGregor sakaður um nauðgun | Neitar sök Írski UFC-bardagakappinn Conor McGregor er sakaður um að hafa nauðgað konu inn á klósetti þegar hann var viðstaddur fjórða leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar. Conor neitar sök. Sport 16. júní 2023 06:30
Skórnir úr Flensuleik Jordans seldust fyrir morðfjár á uppboði Skórnir sem Michael Jordan spilaði einn sinn eftirminnilegasta leik í voru seldir fyrir fúlgur fjár á uppboði. Körfubolti 15. júní 2023 12:00
Sá verðmætasti týndi bikarnum Serbneski körfuboltamaðurinn Nikola Jokic verður seint sakaður um að ganga of langt í fagnaðarlátum sínum eftir að hann vann NBA-deildina í körfubolta með Denver Nuggets á aðfaranótt þriðjudags. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar, en er nú búinn að týna verðlaunagripnum. Körfubolti 15. júní 2023 09:30
KR-ingur í nýliðaval þróunardeildar NBA Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA. Valið fer fram 28. júní næstkomandi en Þorvaldur er í hópi drengja 18 til 21 árs á alþjóðlegum lista sem valið er úr. Körfubolti 14. júní 2023 20:18
„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. Körfubolti 14. júní 2023 15:01
Svefnlausir Serbar að springa úr stolti yfir Jokic sínum Serbar eru gríðarlega stoltir af Nikola Jokic eftir að hann leiddi Denver Nuggets til síns fyrsta NBA-meistaratitils. Körfubolti 14. júní 2023 09:00
Kristaps Porzingis gefur Formúlu 1 frama upp á bátinn Kristaps Porzingis, leikmaður Washington Wizards, er einn af hávöxnustu leikmönnum NBA en hann er skráður 221 cm. Hann var staddur á Grand Prix F1 mótinu á Spáni á dögunum og er óhætt að fullyrða að Porzingis sé ólíklegur til að setjast undir stýri á formúlubíl í nánustu framtíð. Formúla 1 13. júní 2023 23:00
Nikola Jokic í leikmannahópi Serbíu fyrir HM í sumar Það hefur verið töluvert álag á Nikola Jokic leikmann Denver Nuggets undanfarið. Þrátt fyrir að hafa leikið 89 leiki í vetur er hann ekki laus allra mála. Framundan er heimsmeistaramót í lok ágúst og er Jokic á leikmannalista Serbíu. Körfubolti 13. júní 2023 22:31
Fær James Harden ofursamning hjá Houston Rockets? Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum. Körfubolti 13. júní 2023 18:01