Úrslitin eftir bókinni í N1-deild kvenna Heil umferð fór fram í dag í N1-deild kvenna þar sem úrslit dagsins voru flest eftir bókinni. Handbolti 19. febrúar 2011 21:05
Fram í bikarúrslit - myndir Framstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í gær er liðið vann afar öruggan sigur á HK í undanúrslitum. Handbolti 17. febrúar 2011 07:00
Guðrún Þóra: Núna er bara skemmtileg vika framundan „Það er eitt það stærsta sem maður gerir yfir veturinn það er að komast í Höllina," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir sem skoraði fimm mörk þegar Framstelpur tryggðu sér sæti í bikarúrslitum annað árið í röð með 32-25 sigri á HK í kvöld. Handbolti 16. febrúar 2011 22:34
Brynja: Ætluðum að sýna að við ættum eitthvað í þetta Framlið Brynja Magnúsdóttir átti góðan leik með HK í kvöld þegar liðið tapaði 32-25 fyrir Fram í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Brynja var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í leiknum. Handbolti 16. febrúar 2011 22:08
Karen: Skíttöpum í Höllinni ef við spilum svona Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð með því að vinna sjö marka sigur á HK, 32-25. Handbolti 16. febrúar 2011 22:04
Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti. Handbolti 16. febrúar 2011 21:28
Valur í bikarúrslit - myndasyrpa Kvennalið Vals tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarsins. Hlíðarendastúlkur unnu þá öruggan sigur á Fylki, 25-15. Handbolti 16. febrúar 2011 07:00
Umfjöllun: Valskonur í bikarúrslit Leik Fylkis og Vals í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í kvöld lauk með 25-15 sigri Vals. Þær spila því annað árið í röð til úrslita eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra. Handbolti 15. febrúar 2011 20:27
Eyjakonur upp í fjórða sætið eftir sjötta sigurinn í röð ÍBV er komið upp í 4. sætið í N1 deild kvenna eftir tveggja marka sigur á FH, 24-22, í Vestmannaeyjum í kvöld. Með sigrinum fóru Eyjastúlkur upp fyrir Fylki sem tapaði fyrir toppliði Vals fyrr í dag. Handbolti 12. febrúar 2011 20:07
Valskonur unnu stóran sigur í Árbænum - Fram vann líka Íslandsmeistarar Vals unnu sinn tíunda leik í röð í N1 deild kvenna í dag þegar liðið vann 22 marka sigur á Fylki í Árbænum. Valur og Fram eru áfram jöfn að stigum á toppnum því Fram vann á sama tíma 23 marka sigur á ÍR í Austurberginu. Handbolti 12. febrúar 2011 18:49
Fram úr leik í Evrópukeppninni Kvennalið Fram er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tap, 29-30, fyrir þýska liðinu Blomberg-Lippe í dag. Fram tapaði fyrri leik liðanna með tveggja marka mun. Handbolti 5. febrúar 2011 17:37
N1-deild kvenna: Valur upp að hlið Fram Valur og Fram sitja efst og jöfn á toppi N1-deildar kvenna eftir leiki dagsins. Fram var reyndar ekki að spila deildarleik enda eru Framstelpur á ferðinni í Evrópukeppninni í dag. Liðin hafa þó spilað jafn marga leiki í deildinni. Handbolti 5. febrúar 2011 17:25
Anna Úrsúla besti leikmaðurinn í fyrri hluta N1-deildarinnar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Vals var í dag valinn besti leikmaðurinn á fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í handbolta, N1-deildinni. Gústaf Adolf Björnsson var valinn besti þjálfarinn en HSÍ tilkynnti um val á sjö manna úrvalsliði 1.-9. umferðar í hádeginu. Handbolti 31. janúar 2011 13:30
Naumur sigur Fram á Stjörnunni Fram vann í dag eins marks sigur á Stjörnunni, 25-24, í N1-deild kvenna og er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Handbolti 29. janúar 2011 18:28
Stórsigur Fram gegn Fylki í N1-deild kvenna Fram vann stórsigur, 45-21, gegn Fylki í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld og með sigrinum er Fram með 20 stig líkt og Valur og Stjarnan. Þessi þrjú lið skera sig algjörlega úr í deildinni en Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar. Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 13 mörk fyrri Fram og Karen Knútsdóttir 7. Sunna María Einarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fylki. Handbolti 26. janúar 2011 21:47
Valur, Stjarnan og Fram áfram jöfn á toppnum Framkonur unnu öruggan tíu marka sigur á HK, 30-20, í N1 deild kvenna í Safamýrinni í dag og náðu því aftur Val og Stjörnunni að stigum á toppnum eftir að Valskonur og Stjörnukonur unnu örugga sigra í sínum leikjum í gær. Handbolti 23. janúar 2011 15:46
Valskonur með enn einn stórsigurinn - unnu Hauka 43-17 Íslandsmeistarar Vals eru á svaka siglingu í kvennahandboltanum og Valsstelpurnar unnu sinn sjöunda deildarsigur í röð í dag þegar þær skelltu Haukum með 26 marka mun, 43-17. Valsvörnin hefur ennfremur haldið mótherjum sínum undir 20 mörkum í síðustu sex leikjum. Handbolti 22. janúar 2011 15:42
FH lagði Hauka í grannaslag FH vann í kvöld sigur á Haukum, 25-18, í N1-deild kvenna í handbolta. Staðan í hálfleik var 10-8, FH-ingum í vil. Handbolti 18. janúar 2011 20:21
Valskonur örugglega inn í undanúrslitin Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í handbolta með fjórtán marka sigri á ÍBV, 35-21 í Vestmannaeyjum í kvöld. Valsliðið var 13-7 yfir í hálfleik. Handbolti 18. janúar 2011 20:21
Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Handbolti 12. janúar 2011 22:44
Kristín: Máttum alls ekki við tapa í kvöld. „Þessi sigur var svakalega mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Valur vann toppslaginn gegn Fram ,23-16, í Safamýrinni en leikurinn var hluti af níundu umferð N1-deild kvenna. Handbolti 12. janúar 2011 22:40
Einar: Sóknarleikur okkar hrundi í seinni hálfleik „Það er fátt hægt að segja eftir leik þar sem við skorum aðeins þrjú mörk í seinni hálfleik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, svekktur eftir tapið gegn Val í kvöld. Handbolti 12. janúar 2011 22:21
Stefán:Frábær varnarleikur skilaði sigrinum Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, var mjög svo sáttur með sigurinn í kvöld og sérstaklega spilamennsku sinna manna í síðari hálfleik. Valur vann virkilega mikilvægan sigur á toppliði Fram 23-16 í níundu umferð N1-deildar kvenna. Handbolti 12. janúar 2011 22:19
Valskonur halda áfram taki sínu á Fram - unnu sjö marka stórsigur Valur varð í kvöld fyrsta liðið til þess að vinna Fram í N1 deild kvenna á þessu tímabili en Íslandsmeistarnir unnu sjö marka sigur á Fram, 23-16 í Safamýrinni. Valskonur tryggðu sér sigurinn með frábærum seinni hálfleik sem liðið vann 12-3. Handbolti 12. janúar 2011 21:03
Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar. Handbolti 11. janúar 2011 21:06
N1-deild kvenna: Stjarnan vann Fylki Stjarnan og Fram eru enn á toppi N1-deildar kvenna eftir sigur í sínum leikjum í dag er keppni hófst á ný eftir jólafrí. Handbolti 8. janúar 2011 16:31
Sonur Viggós tekur við kvennaliði FH Jón Gunnlaugur Viggósson var í kvöld ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH. Hann tekur við starfinu af Guðmundi Karlssyni sem sagði upp. Handbolti 15. desember 2010 21:37
Guðmundur Karlsson hættur með kvennalið FH Guðmundur Karlsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari FH í N1-deild kvenna. Guðmundur var á sínu fjórða tímabili með liðið. Handbolti 14. desember 2010 12:21
Einar: Sigurbjörg á heima í landsliðinu Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Sigurbjörgu Jóhannsdóttur eftir að liðið vann öruggan sigur á Podatkova frá Úkraínu í dag. Sigurbjörg var markahæst í leiknum með átta mörk. Handbolti 21. nóvember 2010 18:50
Framkonur komnar hálfa leið inn í 16 liða úrslitin Kvennalið Fram vann fimmtán marka sigur á úkraínska liðinu Podatkova, 36-21, í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa í Safamýrinni í kvöld. Handbolti 20. nóvember 2010 20:37