Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Sigurður Ingi í mikilli mót­sögn við sjálfan sig!

“Lax­eldi í sjó hef­ur á und­an­förn­um árum vaxið hraðar en flest­ar aðrar at­vinnu­grein­ar á Íslandi. Þessi ört stækk­andi at­vinnu­grein nýt­ir stór­brotn­ar auðlind­ir okk­ar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áður­nefnd­ar auðlind­ir eru tak­markaðar er mik­il­vægt að horfa til framtíðar með lang­tíma­hags­muni þjóðar­inn­ar að leiðarljósi þegar kem­ur að eign­ar­haldi og stjórn þessa geira.”

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þing­menn slá Ís­lands­met

Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor.

Innlent
Fréttamynd

Smá­bátar eru fram­tíðin, segir David Atten­bor­ough

Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“

Skoðun
Fréttamynd

Stað­reyndir eða „mér finnst“

Staða sjávarútvegs á Íslandi er enn og aftur orðin að bitbeini. Að þessu sinni vegna frumvarps um tvöföldun á veiðigjaldi sem ríkisstjórn hefur gert að forgangsmáli. Enn hafa engar greiningar verið lagðar fram um áhrifin af þeirri tvöföldun.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld

Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dag­skrá í dag

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á.

Innlent
Fréttamynd

Ítar­leg skýrsla á borði ráð­herra

Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er salami-leiðin“

Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni.

Innlent
Fréttamynd

Leið­réttingin leið­rétt

Í lok mars síðastliðnum héldu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra blaðamannafund undir yfirskriftinni Veiðigjöld í sjávarútvegi leiðrétt. Þar var m.a. fjallað um verðlagningu makríl og mun á Íslandi og Noregi.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt skref til sáttar

Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri.

Skoðun
Fréttamynd

Staðið með þjóðinni

Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á.

Skoðun
Fréttamynd

Vara­litur á skattagrísinum

Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Vaknaði eld­snemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veður­spá

Rigningin á suðvesturhorni landsins kom ekki í veg fyrir það að strandveiðimaðurinn Stefán Jónasson drifi sig á fætur - og það fyrir allar aldir – til að taka þátt í fyrsta degi strandveiðitímabilsins. Slík var tilhlökkunin eftir langan vetur. Hann bauð fréttastofu um borð í bátinn sinn Kvistinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiði dagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið penna­strik“

Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður.

Innlent
Fréttamynd

Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða

Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga.

Innlent
Fréttamynd

Eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar nærri tuttugu milljarða fjár­mögnun

Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu.

Innherji
Fréttamynd

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Ís­landi

Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga.

Skoðun