Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Skil­virkari og ein­faldari stjórn­sýsla í þágu al­mennings

Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í for­ystu fyrir meira og hag­kvæmara hús­næði

Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Skaga­menn glöddu lítið hjarta

Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Vondar hug­myndir í verð­bólgu

Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálg­ast hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins um stækk­un kök­unn­ar án skattahækkana sem ein­hvers kon­ar flökku­sögu, þrátt fyrir þá ótrú­legu lífs­kjara­sókn sem hef­ur átt sér stað á Íslandi und­an­far­inn ára­tug.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilin mann­úð í hælisleitendamálum

Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfti­stöng fyrir sam­fé­lagið

Það er ekki á hverjum degi sem tvö stór framkvæmdaverkefni eru kynnt á svæðinu okkar á sama deginum. Hvað þá í sama sveitarfélaginu, en sá dagur var 20.nóvember þegar tekin var skóflustunga og framkvæmdaverkefni kynnt fyrir yfir 30 milljarða á næstu fjórum árum í Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­veggur gegn von­brigðum

Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt!

Það er sameiginlegur hagur allra landsmanna að halda landinu öllu í byggð svo það gangi upp verður að tryggja aðgang íbúa að fjölbreyttri grunnþjónustu óháð búsetu og efnahaga. Það verður að tryggja að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi jöfn tækifæri. Það er grundvöllur þess að öflugt og fjölbreytt atvinnulífi sé til staðar á landsbyggðunum og að fólk velji sér þar framtíðar búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt fangelsi – fyrir öruggara sam­félag

Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi skattur og skapandi fólk

Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega.

Skoðun
Fréttamynd

Teppa­leggjum ekki ís­lenska náttúru með vindorku

Ímyndaðu þér íslenska náttúru, óspillta og einstaka, teppalagða með hundruðum háreistra vindmylla. Þær gnæfa yfir dali og fjallshlíðar en skila þjóðinni takmörkuðum arði og valda miklum deilum. Þetta er ekki framtíðarsýn sem við viljum – og stjórnmálamenn þurfa að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­stjórn í húsnæðis­málum

Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans.

Skoðun
Fréttamynd

Kjóstu meiri árangur

Velferð er byggð á öflugu atvinnulífi, það er forsenda framfara. Þetta vitum við Sjálfstæðismenn. Það á að vera eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Við þurfum að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk.

Skoðun
Fréttamynd

Af­vega­leidd um­ræða um á­skoranir heil­brigðis­kerfisins

Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Betri Strætó 2025 og (svo) Borgar­lína

Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða.

Skoðun
Fréttamynd

Eld­gos og inn­viðir: Tryggjum öryggi Suður­nesja

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja öryggi samfélagsins. Frá því að eldgosin á Reykjanesi hófust hef ég sem orkumálastjóri lagt ríka áherslu á orkuöryggi svæðisins og unnið að fjölda verkefna sem mörg hver hafa nú þegar orðið að veruleika í samvinnu við ráðuneyti, almannavarnir, stofnanir og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er vanda­málið?

Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa.

Skoðun
Fréttamynd

Betra plan í ríkis­fjár­málum

Sósíalistaflokkurinn leggur höfuðáherslu á að tekjuöflun ríkissjóðs verði gerð réttlátari. Það er forsenda þess að hægt sé að stöðva skuldasöfnun ríkisins sem dregur niður lífskjör almennings bæði til lengri og skemmri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum þing­mann eins og Ágúst Bjarna

Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt!

Skoðun
Fréttamynd

Geðheilbrigðismál á Ís­landi er lang­tíma­verk­efni

Síðastliðin þrjú ár hefur markvisst verið unnið að umbótum í geðheilbrigðismálum. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 og aðgerðaráætlun frá 2023-2027 var samþykkt og markar þessi vinna mikilvæg skref í uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ævintýra­legar eftir­áskýringar

Vextir lækkuðu aftur í gær. Það eru gleðitíðindi fyrir heimilin í landinu. Vaxtalækkunin skilar dæmigerðu heimili nærri 190 þúsund krónum í auknar ráðstöfunartekjur á ári. Það munar sannarlega um minna. Lækki vextir enn frekar má vænta þess að ráðrúm heimila aukist enn frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Börn með ADHD mega bara bíða

Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar.

Skoðun
Fréttamynd

Á réttri leið

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja.

Skoðun