Útrýmum kjaragliðnun Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Skoðun 15. nóvember 2024 07:02
Laumu risinn í landsframleiðslunni Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Skoðun 14. nóvember 2024 09:31
Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Skoðun 14. nóvember 2024 08:17
Fatlað fólk á betra skilið Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Skoðun 14. nóvember 2024 07:16
27-faldur hagnaður!? Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Skoðun 14. nóvember 2024 07:04
Samgöngur eru heilbrigðismál Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Skoðun 13. nóvember 2024 14:45
Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Skoðun 13. nóvember 2024 09:02
7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Skoðun 13. nóvember 2024 07:47
Nýtt húsnæðislánakerfi Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi. Skoðun 13. nóvember 2024 07:00
Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Skoðun 13. nóvember 2024 06:32
Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar verður að kveða niður vexti og verðbólgu og endurheimta traust til hagstjórnarinnar á Íslandi. Lykillinn að því er að við náum styrkri stjórn á fjármálum ríkisins og komum húsnæðismarkaðnum í fastari skorður. Um þetta snýst plan Samfylkingarinnar. Skoðun 12. nóvember 2024 15:17
6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Skoðun 12. nóvember 2024 15:02
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Skoðun 12. nóvember 2024 10:16
Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Í komandi alþingiskosningum verður kosið um það hvernig við viljum byggja upp íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hefur verið hart sótt að réttindum launafólks og oftar en ekki með það að leiðarljósi að veikja stöðu fólksins en okkur talið trú um að það sé gott enda séu verkalýðsfélög of sterk. Skoðun 12. nóvember 2024 08:01
Sameinumst, hjálpum þeim Átt þú náinn aðstandanda í fíknivanda? Ég vil segja við þig: Ég skil þig. Ég skil tilfinninguna sem fylgir því að horfast í augu við úrræðaleysið. Ég skil skömmina sem læðist að manni. Skoðun 11. nóvember 2024 13:32
Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Skoðun 11. nóvember 2024 12:32
Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Eftir hrunið 2008 lentu þúsundir fjölskyldna í skuldavandræðum vegna atburðarrásar sem hafði ekkert með þeirra eigin ákvarðanir að gera. Gengistryggð lán tvöfölduðust á svo gott sem einni nóttu og verðtryggð lán heimilanna hækkuðu ört svo eigið fé heimilanna þurrkaðist upp. Skoðun 11. nóvember 2024 11:46
Er húsið tómt? Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna. Skoðun 11. nóvember 2024 10:12
Stöndum með ungu fólki Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Skoðun 11. nóvember 2024 10:01
Tölum um fólkið, ekki kerfin Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Skoðun 11. nóvember 2024 09:45
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu. Skoðun 11. nóvember 2024 08:31
Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri. Skoðun 11. nóvember 2024 08:01
21 blár Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Skoðun 11. nóvember 2024 07:00
Þakkir til þjóðar 10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst. Skoðun 10. nóvember 2024 13:17
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Við í Suðurkjördæmi búum á heitasta svæði landsins, þar sem fjögur háhitasvæði og jarðvarmavirkjanir veita okkur einstaka orkuauðlind. En það er ekki nóg að nýta þessar auðlindir eingöngu til rafmagnsframleiðslu eða húshitunar. Skoðun 10. nóvember 2024 12:15
Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Lokun ehf-gatsins snýst um að tekjur einstaklinga umfram 1,3 milljónir á mánuði beri sama skatt – hvort sem þær eru teknar út sem arður eða laun. Lokun ehf-gatsins hefur þess vegna engin áhrif á fólk sem er með mánaðarlegar tekjur undir þessum mörkum. Þetta þarf að vera alveg á hreinu. Skoðun 10. nóvember 2024 11:15
Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Skoðun 10. nóvember 2024 09:02
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Í gær kynntum við kosningaáherslur Miðflokksins. - Ekki alla stefnu flokksins heldur stefnu í þeim málaflokkum sem hafa áhrif á alla hina. Skyndilegt fall ríkisstjórnarinnar hafði ýmsa kosti. Meðal annars þann að ekki gafst tækifæri til að klára ýmis mál þar sem var hægt og þarf að gera betur. Skoðun 10. nóvember 2024 07:15
Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Skoðun 9. nóvember 2024 11:32
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins hluti af arfleifð okkar heldur einnig ómissandi þáttur í framtíð landsins, sjálfstæði og fæðuöryggi þjóðarinnar. Hann er grunnstoð blómlegrar byggðar og efnahagslegs stöðugleika fyrir komandi kynslóðir, auk þess að vera burðarás í sjálfbærni og loftslagsaðgerðum. Skoðun 9. nóvember 2024 09:01
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun