Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Nokkur orð um samkeppni og íslenskan landbúnað

Almennt göngum við Íslendingar út frá því að allir séu jafnir fyrir lögum og reglum samfélagsins. Og þannig á það líka að vera. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar enda íslenskt samfélag um margt sérstakt vegna smæðar sinnar og einangrunar.

Skoðun
Fréttamynd

Konur laga líka

Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum

Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur.

Skoðun
Fréttamynd

Gull og gersemar

Nýlega keyptum við fjölskyldan húsnæði. Eignin var í upprunalegu ástandi en allt viðhald til fyrirmyndar. Innréttingar voru byggðar af gæðum og sérvalinn hlutur í hverju horni. Heimilið allt innréttað af natni og nostursemi.

Bakþankar
Fréttamynd

Skattar og keðjuverkandi skerðingar

Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta

Skoðun
Fréttamynd

Menntastefna í mótun

Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Ég afþakka Fréttablaðið og tunnuna undir það

Drjúgur hluti þess pappírs sem íbúar Reykjavíkur flokka í sérstakar bláar tunnur eru fríblöð á borð við Fréttablaðið og Fréttatímann og auglýsingabæklingar sem þessum blöðum fylgja. Ég þarf ekki að flokka þessi blöð frá öðru heimilissorpi. Og hvers vegna ekki?

Skoðun
Fréttamynd

Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun

Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ennþá svangar

Ég upplifði það fyrst fjórtán ára. Að minnsta kosti áþreifanlega. Ég sat við matarborð og bað um ábót. Beiðninni var góðfúslega hafnað. Lítið var eftir af mat og annar aðili svangur. Sá var 10 ára drengur. Hann hafði forgang – því strákar þurfa meira.

Bakþankar
Fréttamynd

Ábyrgðarlaust traust

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot. Málið var þingfest á mánudag. Maðurinn er sakaður um hrelliklám – að hafa áframsent myndskeið af barnsmóður í kynferðislegum athöfnum. Málum af þessum toga fjölgar. Degi síðar stígur virtur geðlæknir fram. Sá segir konur þjást af trúgirni.

Bakþankar
Fréttamynd

Byssubörn

"Þetta er AK-47.“ Hann pírði augun einbeittur og ákveðinn. Fingurnir beygðir sem ímyndað skotvopn. Ég horfði forviða á soninn. Sjö ára sakleysingjann.

Bakþankar
Fréttamynd

Rannsóknarhagsmunir og viðskiptahagsmunir

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Þökk fyrir Gylfa

Maðurinn er félagsvera og sá magnaði hæfileiki að vinna saman og miðla þekkingu, innan og milli kynslóða, hefur skapað honum einstaka stöðu meðal dýra. Örlög flestra okkar er að leggja aðeins ofurlítið af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk skilið eftir

Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt.

Skoðun
Fréttamynd

Víðfeðmi kærleikans

Ég bjó á sömu slóðum. Gekk sömu leið að næturlagi. Fjölmörgum sinnum. Flestar helgar. Einsömul og grunlaus. Ég hefði getað verið hún.

Bakþankar
Fréttamynd

Falskur stjórnarsáttmáli

Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsueflandi sund og bókalán án endurgjalds

Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og

Skoðun
Fréttamynd

Norðurlönd = Mannsæmandi störf

Á óvissutímum bregðumst við við með aukinni samheldni og styrkingu norræna líkansins. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja að vel skipulagt atvinnulíf sé hornsteinn samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Útivist í borgarumhverfi

Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess.

Skoðun
Fréttamynd

Vandvirk vandlæting

Það er átakanlegt að lesa athugasemdakerfi vefmiðla. Stundum svolítið skemmtilegt en aðallega átakanlegt. Sóðaleg uppröðun orða vefst ekki fyrir mannskapnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Að agnúast út í sjálfa sig

Í vikunni skrifaði sá ágæti prófessor og fræðimaður, Torfi Tulinus grein í Fréttablaðið um pólitík. Þegar ég hóf lesturinn á grein hans fór ég brátt að agnúast út í sjálfa mig og spyrja hvaða ekkisens vitleysu ég hefði nú látið frá mér. Hvort ég gæti ekki komið skilaboðum um aukið samtal, sátt og samvinnu óbrengluðum frá mér?

Skoðun
Fréttamynd

Ekki slökkva hennar loga

Fyrir fáeinum mánuðum sat ég með hópi kvenna þegar talið barst að kunningjakonu. Sú hafði hlotið skjótan framgang á vinnumarkaði erlendis. Mér þótti sérstök ástæða að lofa árangur hennar. Viðbrögð viðstaddra vöktu undrun mína.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar heimilið er ekki griðastaður

Ekkert barn velur sér foreldra. Flest eru sem betur fer heppin. Þau fæðast til foreldra sem hafa færni og getu til að hlúa að þeim og sinna þeim til fullorðinsára.

Skoðun
Fréttamynd

Jól eftir þessi jól?

Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir.

Bakþankar