Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Leyfið lögmanninum að skúra

Eitt þema er áberandi í umræðunni um útlendingamál. Það er menntaði útlendingurinn í láglaunastarfinu. Eðlisfræðingur að raka lauf. Hjúkrunarfræðingur að þrífa klósett. Læknir að vinna í frystihúsi. Sálfræðingur að passa börn í frímínútum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver borgar?

Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

Allt í plati

Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð.

Skoðun
Fréttamynd

Skerðum námið

Í umræðu um styttingu framhaldsskólans hafa andstæðingar þeirrar hugmyndar stundum kallað hana "skerðingu náms til stúdentsprófs“. Það er kannski ákveðinn áróðursfnykur af þessu orðalagi en auðvitað er þetta samt rétt. Vonandi er það rétt!

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreinir og einir

Einhver mesti ótti sem ungur karlmaður upplifir er tilhugsunin um að hann muni fara í gegnum lífið án þess að sofa hjá. Það má gera grín að þessu. En óhamingjan og skömmin sem fylgja því að ganga illa í þessum efnum eru samt ekkert grín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir þolendur með blóðbragð í munni

Jafnvel þó það séu liðin sjö ár síðan ég skilaði skömminni og líf mitt sé almennt mjög gott þá þarf ekki mikið til þess að sárin rifni upp. Jafnvel þó það séu liðin sjö ár þá nístir það ennþá djúpt þegar fólk heldur því til að mynda fram að ef einstaklingur er ekki dæmdur fyrir kynferðisbrot þá hafi hann ekki framið verknaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Karlar sem hata konur

Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið.

Skoðun
Fréttamynd

Væntingar og vonbrigði

Ég bý nálægt Vesturbæjarskóla og alltaf þegar ég heyri ljúfa nýmóðins tóna skólabjöllunnar inn um gluggann held ég í eina sekúndu að ísbíllinn sé kominn. Ég hef oft hugsað hvað ég vona að sömu hughrif skapist ekki hjá skólabörnunum í frímínútunum. Þvílík vonbrigði sem það væri alla daga.

Bakþankar
Fréttamynd

Orka = vinna?

Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að stíga til hliðar

Það er búið að dæma aðstoðarmann ráðherra fyrir brot á hegningarlögum. Það er alvarlegt mál. Aðstoðarmenn ráðherra eru ekki eins og hverjir aðrir opinberir starfsmenn. Um ráðningar þeirra gilda sérstakar reglur. Stöður þeirra þarf ekki að auglýsa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blöndum okkur!

Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfum dóp

Fjórði hver maður sem les þessi orð hefur einhvern tímann prófað kannabisefni. Langflestir komust upp með það. Fæstir voru handteknir, vistaðir, ákærðir, eða dæmdir fyrir vörslu eða meðferð fíkniefna. Þeir einfaldlega sluppu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Munum að skála fyrir frelsinu

Þegar ég var lítil og var að kaupa bland í poka fyrir fimmtíu krónur sagði vinkona mín mér að mamma hennar segði að ef lakkrís yrði fundinn upp í dag yrði hann pottþétt bannaður því hann væri algjört eitur.

Bakþankar
Fréttamynd

Forboðinn húslestur

Þar sem ég stóð með stafla af bókum fyrir framan sjálfsafgreiðsluborðið á Borgarbókasafninu áttaði ég mig á því að að ég hafði gleymt bókasafnskortinu heima. Ég ákvað því að ganga að þjónustuborðinu og spyrja hvort það væri ekki hægt að skrá þetta á mig engu að síður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reynsluheimur karla

Karlkyns leikskólakennarar eru á leið á karlaráðstefnu til að ræða það alvarlega vandamál hve fáir karlmenn eru leikskólakennarar. Spurning hvort sú karlaráðstefna verði gagnrýnd eins og karlaráðstefna utanríkisráðherra um jafnréttismál.

Bakþankar
Fréttamynd

Fullir og réttindalausir

Í vikunni bárust fréttir af því að hópi ungra manna hefði verið vikið úr Verzlunarskóla Íslands vegna áfengisneyslu í húsakynnum skólans. Enn sem komið er er ekki fullkomlega ljóst hvort ákvörðunin sé endanleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er nóg að vera best í heimi?

Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla.

Skoðun
Fréttamynd

Talan sem enginn trúði

Aðstoðarmaður!“ "Bjarni! Manstu enn þá ekki hvað ég heiti?“ "Nei, ég man bara hvað Svanhildur heitir. En nóg um það. Hvað heldurðu að ein máltíð kosti?“ "Úff, ég veit það ekki. Ég elda aldrei.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Stendur þú skil á þínu?

Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: "Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“

Skoðun
Fréttamynd

Borgin, heimkynni okkar

Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi!

Skoðun
Fréttamynd

Græðgin aftengd?

Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags.

Skoðun
Fréttamynd

Rúnturinn

Það marrar í sætinu og morgunsólin brýst í gegnum rúðurnar. Hann situr makindalega á meðan húsin í borginni líða hjá og félagarnir setjast inn einn af öðrum.

Bakþankar
Fréttamynd

Útgöngubannið

Þegar dagar styttast fer að bera á tilkynningum þar sem fjórðungi Íslendinga er sagt að nú megi þeir vera styttra úti á kvöldin. Þetta er tilkynnt á veggspjöldum með brosandi klukkum og í tölvupósti sem lendir í pósthólfum íslenskra foreldra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hagsbóta fyrir vinnandi fólk

Athugasemdir Alþýðusambands Íslands vegna aðgerða stjórnvalda til að bæta hag heimilanna standast ekki skoðun. Ríkisstjórnin hefur tekið á skuldavandanum, lækkað tekjuskatt og styrkt velferð.

Skoðun