Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kosninga­réttur náms­manna er­lendis skertur

Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar gleðin dó í Fram­sóknar­húsinu

Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið.

Innlent
Fréttamynd

Draumur um betri borg

Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna.

Skoðun
Fréttamynd

Vá hvað ég er pirruð og svekkt

Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera vinur í raun

Fæst okkar hefðu trúað því að árið 2022 væri stríð í Evrópu og undirbúa þyrfti komu flóttamanna frá Úkraínu til landsins. Í einum vettvangi er lífi fjölda fólks snúið á hvolf. Í upphafi árs áttu þau venjulegt líf, keyptu í matinn, mættu í skóla og vinnu, héldu barnaafmæli, elskuðu og voru elskuð.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri sam­vinnu, meiri hag­ræðingu, meiri Við­reisn

Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu eiga að vinna miklu meira saman. Það eru gríðarlega mikil tækifæri til hagræðingar á nánast öllum sviðum. Það er mikil sóun falin í því að hvert einasta sveitarfélag sé að vinna frá grunni stefnu í einstaka málaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Skatta­stefna Reykja­víkur­borgar er partur af at­vinnu­stefnunni

Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda

Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­hljómur um skipan rann­sóknar­nefndar vegna út­boðsins

Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag.  Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið

Innlent
Fréttamynd

Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum

Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krist­rún segir traustið á sölu­ferlinu horfið

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Magnús segir þung­bært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjór­menningunum í fangelsi

Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“

Innlent
Fréttamynd

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðunin „stór og rétt“

Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun