Tómas Valur með tilþrif umferðarinnar Tómas Valur Þrastarson átti tilþrif 10. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta að mati Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga Körfuboltakvölds. Bestu 10 tilþrif 10. umferðar má sjá hér að neðan. Körfubolti 10. desember 2023 23:31
Körfuboltakvöld um atvikið á Króknum: „Ég þekki ekki reglurnar“ „Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að þetta væri alltaf þannig að ef boltinn er búinn að fara í spjaldið máttu ekki slá hann,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og Hattar í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 10. desember 2023 08:01
Körfuboltakvöld um Hamar: „Þarf einhver annar í liðinu að stíga upp og gera hluti“ Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var farið yfir magnaða frammistöðu Jalen Moore í naumu tapi Hamars gegn Þór Þorlákshöfn. Teitur Örlygsson vill sjá aðra leikmenn Hamars stíga upp. Körfubolti 9. desember 2023 23:00
„Alltaf að reyna tönglast á því að við séum ágætis varnarlið“ Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í kvöld þegar lokaleikur 10. umferðar Subway deildar karla fór fram í Ljónagryfjunni. Körfubolti 8. desember 2023 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Keflavík í lokaleik 10. umferðar Subway-deildar karla í kvöld sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 8. desember 2023 21:00
Njarðvíkingar geta afrekað það í kvöld sem hefur ekki sést í „El Clasico“ í 37 ár Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í kvöld en þetta er lokaleikur tíundu umferðar og um leið einn af stærstu leikjum tímabilsins. Körfubolti 8. desember 2023 15:40
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. Körfubolti 7. desember 2023 23:26
„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Körfubolti 7. desember 2023 22:46
„Erum að finna gott jafnvægi á milli samkenndar og samkeppni“ Álftanes vann öruggan sigur gegn Haukum 90-67. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var afar ánægður með sigurinn og hrósaði liðsheildinni. Sport 7. desember 2023 22:17
Umfjöllun: Tindastóll - Höttur 83-71 | Mikilvægur sigur meistaranna Íslandsmeistarar Tindastóls unnu mikilvægan 12 stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-71. Körfubolti 7. desember 2023 22:00
Þórsarar mörðu Suðurlandsslaginn Þór Þorlákshöfn vann nauman sex stiga sigur er liðið tók á móti stigalausum Hamarsmönnum í Suðurlandsslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-80. Körfubolti 7. desember 2023 20:57
Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Haukar 90-67 | Þriðji sigur Álftnesinga í röð Álftanes vann 23 stiga sigur gegn Haukum 90-67. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu sinn þriðja leik í röð. Körfubolti 7. desember 2023 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 83-110 | Valsmenn stungu af undir lokin Valur vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-110. Körfubolti 7. desember 2023 20:00
Nablinn tapaði tíu þúsund á grannaslagnum í Garðabænum Það var mikið um dýrðir í Garðabænum á dögunum þegar fyrsti innanbæjarslagurinn í efstu deild fór fram í bænum. Körfubolti 7. desember 2023 12:31
Dagskráin í dag: Mikið um körfubolta Það verður mikið um að vera í heimi íþróttanna í kvöld og því ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sig. Sport 7. desember 2023 06:00
Valdi fallegustu og ljótustu búningana: „Þetta er falleinkunn fyrir mér“ Tómas Steindórsson tók að sér það krefjandi verkefni í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds Extra að velja fallegustu og ljótustu búningana í Subway deild karla. Körfubolti 6. desember 2023 14:02
Situr límdur við skjáinn að fylgjast með Njarðvíkingunum sínum Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, fylgist grannt með gengi sinna manna í Njarðvík sem hefur gengið flest í haginn í vetur. Körfubolti 6. desember 2023 11:00
Körfuboltakvöld: Hvort liðið hafði betur í leikmannaskiptum Hauka og Álftaness? „Maður hefur sjaldan séð skipti sem ganga jafn vel upp í körfuboltaheiminum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um leikmannaskipti Hauka og Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 4. desember 2023 22:01
Bestu lið sögunnar: „Maggi er að fara að berjast gegn sjálfum sér“ Tvö Keflavíkurlið mættust í lokaviðureign átta liða úrslitanna þar sem Subway Körfuboltakvöld hélt áfram að reyna að komast að því hvað sé besta lið sögunnar í karlakörfuboltanum. Körfubolti 4. desember 2023 15:31
Maggi Gunn valdi bestu skyttur Subway deildarinnar Magnús Þór Gunnarsson er ein besta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans og hann fékk það verkefni í síðasta Subway Körfuboltakvöldi að velja bestu skyttur Subway deildarinnar í dag. Körfubolti 4. desember 2023 14:31
„Skiptir rosalega miklu máli fyrir þetta lið“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, átti virkilega góðan leik fyrir þá grænklæddu er liðið vann sterkan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls síðastliðinn fimmtudag. Körfubolti 3. desember 2023 14:46
„Rosalega vont að sitja hérna og hrauna yfir hann með 42 framlagspunkta“ Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, til umræðu. Hann skoraði 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Breiðabliki. Körfubolti 3. desember 2023 09:30
,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 1. desember 2023 22:52
Umfjöllun: Stjarnan - Álftanes 84-90 | Álftnesingar unnu grannaglímuna eftir framlengdan leik Það er óhætt að tala um spennutrylli þegar talað er um nágrannaslag Stjörnunnar og Álftaness í Subway-deild karla í kvöld. Um var að ræða fyrstu grannaglímu Garðabæjar í körfuboltasögunni en þessi leikur stóðst allar þær væntingar sem gerðar voru til hans, allavega fyrir hlutlausa. Körfubolti 1. desember 2023 21:19
Stóru dagarnir sem breyttu Garðabæ í körfuboltabæ Garðabær á heldur betur sviðið í kvöld þegar fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögunni fer fram í Umhyggjuhyggjuhöllinni. Það er von á fullt af fólki og flottum leik þegar Stjarnan tekur á móti Álftanesi í lokaleik níundu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 1. desember 2023 13:01
Mæta í grannaglímu Garðabæjar merktir Katalóníu Garðabæjar Fyrsta grannaglíma Garðabæjar í sögu efstu deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld í Umhyggjuhöllinni í Ásgarði og er von á góðri mætingu og mikilli stemmningu. Körfubolti 1. desember 2023 11:00
Lárus: Hefðum verið í vandræðum án Jose Medina Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sannfærandi sigur gegn Tindastóli 96-79. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigurinn. Körfubolti 30. nóvember 2023 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 96-79 | Þórsarar unnu stórleikinn Þór Þorlákshöfn lagði Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla í kvöld. Eftir sigur í síðasta leik virðast Íslandsmeistararnir aftur komnir í brekku. Körfubolti 30. nóvember 2023 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Höttur 93-85 | Taphrina Hauka á enda Höttur mætti í Ólafssal í kvöld eftir að hafa unnið sannfærandi sigur gegn þá heitasta liðinu í deildinni, Stjörnunni, í síðustu umferð. Liðið mætti ísköldum Haukum sem freistuðu þess að enda fjögurra leikja taphrinu. Körfubolti 30. nóvember 2023 22:25
Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Körfubolti 30. nóvember 2023 22:05