Þorleifur Ólafsson: Spiluðum vel í þrjá leikhluta Grindavík tapaði sínum fjórða leik í röð gegn Breiðabliki í kvöld. Leikurinn endaði 77-71 Kópavogskonum í vil og var Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur með úrslitin. Körfubolti 19. janúar 2022 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 77-71 | Annar sigur Breiðabliks á tímabilinu Breiðablik vann sinn annan sigur í Subway-deild kvenna í kvöld gegn Grindavík. Leikurinn var spennandi þrátt fyrir að Breiðablik lenti aldrei undir í leiknum. Breiðablik vann að lokum sex stiga sigur 77-71. Körfubolti 19. janúar 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 63-52 Njarðvík | Heimakonur með sterkan sigur í Sláturhúsinu Keflavík sá til þess að Njarðvík komst ekki aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar unnu góðan 11 stiga sigur á nágrönnum sínum í stórleik kvöldsins. Körfubolti 12. janúar 2022 23:10
„Lítum út eins og við séum ekki búnar að snerta körfubolta í mánuð“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar svekktur með 11 stiga tap gegn erkifjendunum í Keflavík í kvöld, 63-52. Sport 12. janúar 2022 22:43
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 91-81 Breiðablik | Fjölniskonur lyftu sér á toppinn Fjölniskonur lyftu sér á topp Subway-deildar kvenna með tíu stiga sigri gegn botnliði Breiðabliks í kvöld, 91-81. Körfubolti 9. janúar 2022 21:55
„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. Sport 9. janúar 2022 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 58-73 | Meistararnir hefja árið á sigri Nýliðar Grindavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld þar sem gestirnir fóru að lokum með nokkuð sanngjarnan sigur af hólmi, 58-73. Körfubolti 5. janúar 2022 20:55
Bikarmeistarar ekki krýndir í næstu viku vegna smitbylgjunnar Stjórn KKÍ hefur ákveðið að fresta undanúrslitum og úrslitaleikjum VÍS-bikarsins í körfubolta um rúma tvo mánuði vegna kórónuveirusmitbylgjunnar sem gengur yfir landið. Körfubolti 5. janúar 2022 10:43
Leik Fjölnis og Breiðabliks frestað Leikur Fjölnis og Breiðabliks í Subway-deild kvenna sem fram átti að fara í Grafarvogi annað kvöld hefur verið frestað. Körfubolti 4. janúar 2022 17:21
Valskonur búnar að finna nýjan leikmann Íslandsmeistarar Vals hafa styrkt liðið sitt fyrir seinni hluta tímabilsins en finnsk körfuboltakona hefur skrifað undir samning við liðið. Körfubolti 3. janúar 2022 16:47
Fjölnir á toppinn eftir öruggan sigur gegn Val Fjölniskonur lyftu sér á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta með 29 stiga sigri gegn Val í kvöld, 99-70. Körfubolti 30. desember 2021 19:43
Enn fleiri leikjum frestað í Subway-deildunum Mótanefnd KKÍ hefur neyðst til að fresta leikjum í Subway-deildum karla og kvenna í körfubolta. Körfubolti 28. desember 2021 11:28
Keira Robinson gengur til liðs við Hauka Körfuknattleikskonan Keira Robinson hefur samið við Hauka um að spila með liðinu út yfirstandandi tímabil. Körfubolti 26. desember 2021 14:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu níu stiga stigur 79-70. Körfubolti 15. desember 2021 22:55
Helena: Ég vil auðvitað vera inn á vellinum allan tímann Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur og verið yfir með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 15. desember 2021 22:16
Sóknarleikurinn allsráðandi er Fjölnir vann í Grindavík Það var mikið skorað er Fjölnir sótti Grindavík heim í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 96-111. Sanja Orozovic á allt hrós skilið fyrir ótrúlegan leik en án hennar hefði Fjölnir ekki átt möguleika í kvöld. Körfubolti 15. desember 2021 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 91-68 | Blikakonur ekki lengur stigalausar Eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni var Breiðablik án stiga í Subway-deild kvenna. Það virðist hafa kveikt í þeim en eftir jafnan leik framan af unnu þær sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld. Körfubolti 15. desember 2021 19:50
Taldi að sitt fyrrum lið gæti komist í úrslitakeppnina en svo dró það sig úr keppni Sigrún Sjöfn Ámundadóttir varð bikarmeistari með Skallagrími í febrúar árið 2020. Þegar hún gekk í raðir Fjölnis í haust taldi hún engar líkur að félagið myndi draga sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta skömmu síðar. Körfubolti 12. desember 2021 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 89-88 | Njarðvík í undanúrslit eftir framlengdan leik Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikar kvenna er liðið sigraði Fjölni með minnsta mögulega mun eftir framlengingu í æsispennandi leik í Ljónagryfunni, 89-88. Körfubolti 11. desember 2021 21:50
Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 20:20
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-79 | Gestirnir unnu í framlengdum leik Sigursælasta lið sögunnar, Keflavík, tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var leikur áhlaupa og hörkuskemmtun sem fór alla leið í framlengingu, þar höfðu gestirnir á endanum betur, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:56
„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:22
Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Körfubolti 8. desember 2021 21:16
Umfjöllun: Skallagrímur - Fjölnir 70-105 | Fjölnir vann sinn fjórða leik í röð Fjölnir vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið mætti Skallagrími í Borgarnesi. Fjölnir fór illa með Skallagrím strax í fyrri hálfleik og var 34 stigum yfir í hálfleik. Fjölnir vann leikinn á endanum 70-105. Körfubolti 8. desember 2021 20:10
Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Körfubolti 8. desember 2021 08:01
Grindavík lagði Keflavík | Skallagrímur enn án stiga Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjunum fór það svo að Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík og Breiðablik sá til þess að Skallagrímur er enn án stiga. Körfubolti 5. desember 2021 22:31
Topplið Njarðvíkur vann á Hlíðarenda Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Njarðvík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, lokatölur 60-69. Körfubolti 5. desember 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 77-57 | Stórsigur í stórleiknum Fjölnir gerði sér lítið fyrir og pakkaði Haukum saman í stórleik í Subway-deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 77-57. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 5. desember 2021 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. Körfubolti 1. desember 2021 23:10
Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. Körfubolti 1. desember 2021 23:00