Sjáðu kynningarfundinn fyrir Domino‘s deild kvenna Íslandsmótið í körfubolta er að hefjast og í dag var kynnt árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Dominos-deild kvenna um lokastöðuna í deildinni. Körfubolti 18. september 2020 13:18
Valskonur fengu næstum því fullt hús og er spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsliðinu er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Domino´s deild kvenna í körfubolta á komandi tímabili en spáin var kynnt á kynningarfundi deildarinnar í dag. Körfubolti 18. september 2020 12:20
Nýliðar Fjölnis sækja sér Íslandsmeistarabakvörð Ariana Moorer snýr aftur í íslenskan körfubolta en það muna margir eftir því þegar hún leiddi kornungt lið Keflavíkur til sigurs á Íslandsmóti og í bikarkeppni fyrir rúmum þremur árum síðar. Körfubolti 17. september 2020 15:00
KR-ingar sækja leikmann til Litháen | Tvær ungar skrifa undir Lið KR í Dominos-deild kvenna hefur styrkt sig með þremur leikmönnum fyrir komandi tímabil. Körfubolti 15. september 2020 23:15
Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Kvennalið KR hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku á undanförnum mánuðum. Tveir reynslumestu leikmenn liðsins eru hættir. Körfubolti 3. september 2020 15:23
Leyfðu áhorfendur en ekki hólf: Sáum að fólk steig bara undir og yfir borða Sóttvarnalæknir taldi sanngjarnt að leyfa áhorfendur á íþróttaleikjum, með ströngum skilyrðum, eftir að ný auglýsing heilbrigðisráðherra tók gildi á föstudag. Hólfaskipting er ekki leyfð vegna brota á reglum fyrr í sumar. Sport 31. ágúst 2020 12:59
Sagði það ekki góða tilfinningu að vita að hún væri lömuð fyrir neðan axlir Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta, ræddi við Svövu í Sportpakka kvöldsins um slysið sem hún lenti í upphafi árs. Skyldi það hana eftir lamaða fyrir neðan axlir. Körfubolti 19. ágúst 2020 19:00
Nýliðarnir fá tvo leikmenn fyrir komandi átök Körfuknattleiksdeild Fjölnis tilkynnti í dag að kvennalið félagsins hefði samið við tvo nýja leikmenn sem munu leika með liðinu í Dominos-deild kvenna á næsta tímabili. Körfubolti 19. ágúst 2020 18:15
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. Sport 13. ágúst 2020 13:26
Uppfært: Áhorfendur bannaðir Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum frá og með morgundeginum þegar leyft verður á ný að stunda íþróttir með snertingu hér á landi. Sport 13. ágúst 2020 11:02
Kvennalið KR styrkir sig með tveimur erlendum leikmönnum Bandarískur leikstjórnandi og finnskur framherji spila með liði KR í Domino´s deild kvenna í körfubolta í vetur. Körfubolti 12. ágúst 2020 16:30
Nýjustu keppni íslenska körfuboltans hefur verið aflýst Ekkert verður að því að nýja keppnin hjá Körfuboltaknattleiksambandi Íslands fari fram í ár en KKÍ einbeitir sér þess í stað að undirbúa sig og liðin fyrir komandi Íslandsmót. Körfubolti 12. ágúst 2020 13:15
Hjónin verða saman yfirþjálfarar hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur Tveir reynsluboltar úr körfuboltasögu Grindavíkur munu vinna saman sem yfirþjálfarar hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur í vetur og þau þekkjast betur en flestir. Körfubolti 11. ágúst 2020 15:30
Valskonur bæta við sig þremur nýjum leikmönnum í körfunni Valur bætir við sig tveimur reynsluboltum og einni ungri úr Keflavík fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 7. ágúst 2020 09:15
Landsliðsfyrirliðinn ætlar að hlaupa 10 km fyrir Berglindi þrátt fyrir að vera komin 26 vikur á leið Helena Sverrisdóttir er ein af mörgum sem ætla að safna fyrir landsliðskonuna Berglindi Gunnarsdóttur með því að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Körfubolti 17. júlí 2020 11:30
Blikarnir semja við tvær af sínum bestu körfuboltadætrum Sóllilja Bjarnadóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir ætla báðar að spila með sínu uppeldisfélagi í Domino´s deild kvenna í körfubolta næsta vetur. Körfubolti 14. júlí 2020 16:00
Bríet Sif og Elísabeth til liðs við Hauka Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Bríeti Sif Hinriksdóttur og Elísubeth Ýr Ægisdóttir fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni. Körfubolti 9. júlí 2020 18:30
Snæfell fær Palmer sem vann tvöfalt með liðinu Hin bandaríska Haiden Palmer, sem varð Íslands- og bikarmeistari í körfubolta með Snæfelli árið 2016, mun leika með liðinu á nýjan leik á næsta tímabili. Körfubolti 25. júní 2020 23:00
Nína Jenný til liðs við Val Valur hefur samið við miðherjann Nínu Jenný Kristjánsdóttur til tveggja ára. Nína lék með ÍR í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þar var hún með 13,4 stig og 7,1 frákast að meðaltali í leik. Körfubolti 25. júní 2020 17:15
Dagskráin í dag: Barcelona heimsækir Sevilla, PGA mótaröðin í fullum gangi og klassískir handbolta- og körfuboltaleikir frá morgni til kvölds. Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag, tveir leikir úr spænska boltanum verða sýndir í beinni útsendingu og þá verður sýnt frá öðrum keppnisdegi RBC Heritage mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Sport 19. júní 2020 06:00
Bikarmeistararnir halda áfram að styrkja sig Bikarmeistarar Skallagríms í körfubolta halda áfram að styrkja sig en í dag tilkynntu Borgnesingar að Sanja Orozovic, sem lék með KR á síðustu leiktíð, hafi skrifað undir samning við félagið. Körfubolti 17. júní 2020 12:30
Vestri teflir fram kvennaliði í fyrsta sinn Í fyrsta sinn frá tímabilinu 2014-15 verður meistaraflokkur kvenna í körfubolta starfræktur fyrir vestan. Körfubolti 10. júní 2020 09:35
Dagskráin í dag: Mayweather gegn Pacquiao og bestir í boltanum Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 4. júní 2020 06:00
Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð. Körfubolti 3. júní 2020 19:00
Dagskráin í dag: Gummi og spekingarnir halda áfram að hita upp fyrir Pepsi Max-deildina Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 3. júní 2020 06:00
Finnur byrjar gegn deildarmeisturunum og stórleikur í Keflavík KKÍ birti í dag fyrstu drög að leikjaniðurröðun fyrir Dominos-deildir karla og kvenna en ljóst er að það eru nokkrir mjög svo áhugaverðir leikir í fyrstu umferðunum. Körfubolti 2. júní 2020 17:00
Dagskráin í dag: Höddi gerir EM-árið upp með Heimi, síðustu Evrópuleikir Ferguson og úrslitakeppni kvenna í körfu Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 26. maí 2020 06:00
Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR,“ segir formaður körfuknattleiksdeildar KR um sögusagnir varðandi framtíðarhorfur kvennaliðs félagsins. Körfubolti 25. maí 2020 22:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. Körfubolti 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. Körfubolti 25. maí 2020 13:16