
Upplifunin tikkaði í öll boxin
HönnunarMars fer fram þessa dagana og fengum við Helga Ómars, ljósmyndara og bloggara á Trendnet, til að segja okkur hvað heillaði hann mest á fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar í ár.
Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.
HönnunarMars fer fram þessa dagana og fengum við Helga Ómars, ljósmyndara og bloggara á Trendnet, til að segja okkur hvað heillaði hann mest á fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar í ár.
„Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt í allri hönnunarvinnu og bara vinnu yfir höfuð, að vera með samstarf og að hafa sem breiðastan hóp af fólki,“ segir vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir. Hún tekur meðal annars þátt í þriggja hönnuða mygluprentaraverkefni á HönnunarMars í ár.
HönnunarMars í maí opnaði í gær þar sem hátt í 90 sýningar breiddu úr sér um höfuðborgarsvæðið.
Úrslit verða kunngjörð í Ullarþoninu á HönnunarMars í dag og verður sýnt frá viðburðinum hér á Vísi. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn.
Verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2021 er Gunnar Hilmarsson. Verðlaunin hlýtur hann fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar.
Rammagerðin verður með opna leirvinnustofu í glugga verslunarinnar á HönnunarMars í ár ásamt því að hýsa afmælissýningu Leirlistafélags Íslands.
Dagur tvö er runninn upp á HönnunarMars 2021 og enn fleiri viðburðir og sýningar tilbúnar til að taka á móti áhorfendum. Hér fyrir neðan má sjá allt það sem er á dagskrá fimmtudaginn 20. maí.
Í tilefni Hönnunarmars 2021 tóku Icelandair og Hönnunarmars höndum saman og framleiddu stutta heimildarmynd um íslenska andann í heimi hönnunar.
Einn lykilviðburðum HönnunarMars, DesignTalks, er ekki á dagskrá annað árið í röð vegna Covid. Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hefur stýrt viðburðunum árlega í Hörpu og í ár verður hún þess í stað með hlaðvarpið DesignTalks talks.
Í dag hófst HönnunarMars þrettánda árið í röð og í þetta sinn í maí. Sýningarstaðir HönnunarMars teygja sig vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, allt frá Hafnartorgi og miðbæ, Granda, Vatnsmýri, Laugaveg, Hverfisgötu, Skeifu, Elliðaárstöð, Kópavog og Garðabæ.
Fatahönnunarfélag Íslands býður til afhendingu Indriðaverðlaunanna 2020 og umræðufundar um stöðu og framtíð íslenskrar fatahönnunar á Hönnunarmars 2021.
Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag Íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) og Félag húsgagna-og innanhúsarkitekta (FHI) sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og halda málstofu í dag um heilsu og hönnun.
Fyrsti hátíðardagur HönnunarMars 2021 er runninn upp og sýningarstaðir flestir tilbúnir að taka úr lás og hleypa viðburðaþyrstum gestum inn að skoða það ferskasta sem íslenskir hönnuðir hafa upp á að bjóða.
„Nýja línan okkar er algjör gleðisprengja. Hún er innblásin af sólinni, strandpartýum, sundferðum og sumarævintýrum,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman um línuna SPLASH! Sem hún sýnir á HönnunarMars í ár.
66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt. Þetta áhugaverða samstarf verður opinberað á HönnunarMars, sem fer fram um helgina og verður formlega sett á morgun.
Nú er hann kominn, boðberi nýsköpunar og frjórrar hugsunar. HönnunarMars er farinn af stað þrettánda árið í röð. Hann er nokkurs konar uppskeruhátíð hinna skapandi greina. Að því tilefni vill stjórn Arkitektafélags Íslands stuðla að aukinni umræðu um gæði í arkitektúr.
Nú er HönnunarMars að fara að breiða úr sér um allan bæ með fjölda viðburða af öllu tagi. Yfir 80 viðburði má finna á dagskránni í ár.
HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga.
Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús.
Í kvöld frumsýnum við hér á Vísi útskriftarmyndband fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands. Myndin verður einnig til sýningar á útskriftarsýningu nemenda.
FÍT verðlaunin 2021 voru afhent rétt í þessu í rafrænu streymi og var sýnt frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Verðlaunin eru á vegum Félags Íslenskra teiknara og eru afhent í tuttugasta skipti í ár.
Í dag verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaun í FÍT Keppninni 2021. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir FÍT keppninni ár hvert þar sem bestu verk grafískrar hönnunar eru verðlaunuð.
Í lokaþættinum af þessari þáttaröð af Skreytum hús, fékk Soffía Dögg Garðarsdóttir tækifæri til þess að leggja góðu verkefni lið og taka í gegn setustofu á áfangaheimili á vegum Samhjálpar.
Frá 13 til 15 í dag verður beint streymi frá málþinginu Híbýlaauður sem fram fer í Norræna húsinu. Viðburðurinn er hluti af HönnunarMars, sem fer fram í næstu viku, 19. til 23. maí.
Þann 20. maí stígur Daði Freyr ásamt Gagnamagninu á sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam og flytja þau lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Fyrstu Svansvottuðu fjölbýlishúsin á íslenskum markaði eru risin í Urriðaholti.
Þegar valin er húðrútína þarf að taka inn í jöfnuna hvernig húðin er og hvort það séu einhver vandamál til staðar.
Paul Van Doren, einn stofnenda skó- og fatamerkisins Vans, lést í gær. Hann var níræður.
„Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna á stofunni sinni í síðasta þætti af Skreytum hús.