Allir austur um helgina Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Innlent 5. september 2024 12:14
Slær sums staðar í storm norðvestantil Veðurstofan spáir hvassri suðvestanátt og að sums staðar slái í storm þar sem hvassast verður á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á norðanvestanverðu og norðanverðu landinu fram á kvöld. Veður 5. september 2024 07:10
Eitt versta sumar aldarinnar Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. Innlent 4. september 2024 15:26
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Innlent 4. september 2024 11:09
Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Veður 4. september 2024 07:23
Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu. Veður 3. september 2024 07:12
Spáð mildu veðri í dag Smám saman mun draga úr krafti lægðarinnar á Grænlandshafi sem stýrði veðrinu á landinu um helgina. Veður 2. september 2024 07:17
Sunnanátt með rigningu en nokkuð hlýtt Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi beinir hlýju og röku lofti úr suðri til landsins. Í dag verður ákveðin sunnanátt með rigningu en það dregur úr úrkomu með morgninum. Veður 1. september 2024 09:38
Veðurstofan varar vegfarendur við vatnsflaumi Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær. Veður 31. ágúst 2024 16:58
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. Innlent 31. ágúst 2024 11:00
Þrjár skriður féllu á Barðaströnd Þrjár skriður féllu í hlíð milli bæjanna Miðhlíðar Ytri og Innri-Múla á Barðaströnd í nótt. Skriðusérfræðingur væntir þess að frekari fregnir af skriðuföllum berist þegar líður á morguninn, þegar er orðið almennilega bjart. Innlent 31. ágúst 2024 09:00
Gular viðvaranir vegna úrkomu fram á morgun Gular viðvaranir eru í gildi á öllu sunnan- og vestanverðu landinu auk miðhálendis fram á morgun. Er það vegna mikillar úrkomu, sem eykur hættu á flóðum og skriðuöllum. Veður 31. ágúst 2024 08:02
Drepa fíla og fleiri dýr til að bregðast við hungri sökum þurrka Stjórnvöld í Namibíu hyggjast drepa yfir 700 villt dýr, þar af 83 fíla og 300 sebrahesta, til að fæða sem flesta af þeim 1,4 milljón íbúum landsins sem búa við hungur. Erlent 30. ágúst 2024 09:55
Allhvass vindur og mikil úrkoma vestantil Lægðir á Grænlandshafi í samvinnu við hæð við Bretland munu beina hlýju og mjög röku lofti úr suðri til landsins á næstunni. Veður 30. ágúst 2024 07:09
Talsverð úrkomuákefð: Varað við skriðuföllum víða Mikil bleyta hefur safnast í jarðvegi á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og á Snæfellsnesi í sumar og er svæðið því mjög viðkvæmt fyrir komandi úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir vestanvert landið í kvöld. Veður 29. ágúst 2024 14:49
Gul viðvörun vegna mikilla rigninga Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á vestanverðu landinu á morgun og hinn vegna mikillar rigningaspár. Veður 29. ágúst 2024 12:42
Víða þurrt og bjart en bætir í vind í kvöld Útlit er fyrir fremur hæga vestlæga átt í dag og að víða verði þurrt og bjart veður, en skýjað og dálítil væta norðaustanlands fram yfir hádegi. Veður 29. ágúst 2024 07:08
Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast. Innlent 28. ágúst 2024 16:00
Lægð beinir norðlægum vindum yfir landið Skammt suðaustur af landinu er nú hægfara lægð sem beinir norðlægum vindum yfir landið. Úrkomusvæði lægðarinnar mun þokast yfir austanvert landið og mun því rigna á þeim slóðum. Veður 28. ágúst 2024 07:07
Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Lífið 27. ágúst 2024 20:09
Lægð suðvestur af landinu og á leið austur Minniháttar hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru því víða hægir vindar og verður bjart með köflum. Suðvestur af landinu er hins vegar dálítil lægð á hreyfingu austur sem mun valda austanstrekkingi og smá rigningu við suðurströndina. Veður 27. ágúst 2024 07:13
Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. Innlent 26. ágúst 2024 20:37
Sýnileg gasmengun en ekki hættuleg Gasmengun mælist í Reykjanesbæ og nágrenni vegna eldgossins sem enn mallar á Reykjanesskaga. Að sögn náttúruvársérfræðings stafar ekki hætta af menguninni. Innlent 26. ágúst 2024 20:15
Veður með rólegasta móti Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi. Veður 26. ágúst 2024 07:13
Þegar borgarbúar kröfðu veðurfræðinga um betra veður: „Hvað borgar Jöklarannsóknafélagið ykkur?“ Sú gula og hlýja hefur ekki leikið við Reykvíkinga þetta sumarið líkt og oft áður og hafa margir höfuðborgarbúa lagt á flótta suður með höfum til að láta sólina aðeins sleikja sig áður en veturinn kemur í garð. Á degi sem þessum, þegar kaldur norðanvindur næðir borgarbúa um miðjan ágúst og fönn leggst í hlíðar norður á landi, er tilefni til að rifja upp annað kalt og grátt sumar borginni. Lífið 25. ágúst 2024 09:03
Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. Innlent 24. ágúst 2024 19:13
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. Innlent 24. ágúst 2024 12:08
Dregið úr vindi og úrkomu en áfram hætta á skriðuföllum Lægðin sem olli leiðindaveðri víða um land í gær er nú skammt vestur af Færeyjum og grynnist smám saman, og því hefur talsvert dregið úr vindi og úrkomu á landinu. Veður 24. ágúst 2024 08:03
Flæðir inn á hús á Eyrinni í úrhellisrigningu Dæla í fráveitukerfinu á Siglufirði bilaði í nótt. Úrhellisrigning er á svæðinu og gul viðvörun í gildi. Í tilkynningu frá Fjallabyggð kemur fram að unnið sé að viðgerðum á dælunni en vegna mikillar úrkomu hafi flætt inn í nokkur hús á Eyrinni. Í morgun hafði mælst 92 millimetra úrkoma. Eigendur húsa á Eyrinni eru beðnir að huga að kjöllurum í húsum sínum Innlent 23. ágúst 2024 11:52
Hlauparar og Menningarnæturgestir geti ekki kvartað yfir veðurspánni Veðurfræðingur segir ekki hægt að kvarta undan veðurspánni á morgun en mælir þó með því að Menningarnæturgestir klæði sig vel. Spáin líti með besta móti út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Veður 23. ágúst 2024 10:05