

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu
Ingileif Friðriksdóttir verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hún tók við starfinu af eiginkonu sinni í kosningabaráttunni.

Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu
Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.

Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár
Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur.

Jón Steindór aðstoðar Daða Má
Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag.

Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm
Gurún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á föstudag Berglindi Svavarsdóttur lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 23. desember 2024 til og með 31. janúar 2026.

Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra
Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Elma Sif til Stika Solutions
Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jóna Björk tekur við Garðheimum
Jóna Björk Gísladóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Garðheima. Hún tekur við starfinu af Kristínu Helgu Gísladóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir farsælan áratug í starfi.

Ingibjörg Þórdís til Elko
Ingibjörg Þórdís Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns innkaupa- og vörustýringasviðs fyrirtækisins hjá Elko.

Fimm mætt í Kauphöllina
Nasdaq á Íslandi, Kauphöllin og Nasdaq verðbréfamiðstöð, hefur gengið frá ráðningu á fimm nýjum starfsmönnum. Greint er frá vistaskiptunum í tilkynningu frá Nasdaq.

Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar
Sigríður Ingvarsdóttir er hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar eftir tveggja og hálfs árs starf. Samkomulag náðist milli Sigríðar og bæjarstjórnar um starfslok.

Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu
Staða forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu var auglýst nýverið og 39 sóttu um starfið, en fimmtán drógu umsókn sína til baka.

Tvö ráðin til Klaks
Klak - Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu Klaks.

Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs
Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð.

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK.

Fer úr Efstaleiti yfir til SFS
Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi.

Breytingar hjá Intellecta
Baldur Gísli Jónsson hefur verið ráðinn til Intellecta og tekið við sem yfirmaður mannauðsráðgjafar hjá fyrirtækinu. Þá er Sigríður Svava Sandholt nýr meðeigandi Intellecta.

Þau sóttu um embætti landsbókavarðar
Alls sóttu fimmtán manns um stöðu landsbókavarðar sem auglýst var laus til umstóknar í október síðastliðinn. Einn dró umsókn sína til baka.

Ari og Ágúst til Reita
Reitir fasteignafélag hefur ráðið tvo sérfræðinga til starfa, Ágúst Hilmarsson sem sérfræðing í greiningum á fjárfestingareignum og Ara Þorleifsson sem verkefnastjóra framkvæmda.

Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju
Ásdís Eir Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Lyfju og kemur ný inn í hóp lykilstjórnenda félagsins ásamt Arnheiði Leifsdóttur og Ólöfu Helgu Gunnarsdóttur sem eru nýir forstöðumenn á sínum sviðum.

Tveir fréttamenn RÚV söðla um
Benedikt Sigurðsson og Valur Grettisson, fréttamenn á Ríkisútvarpinu, hafa ákveðið að segja skilið við fréttastofu RÚV. Annar er hættur en hinn að vinna sínar síðustu vaktir. Þeir hófu störf á svipuðum tíma í ársbyrjun 2023.

„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“
Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við.

Þau vilja taka við af Helga Grímssyni
Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum.

Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania
Margrét Gunnlaugsdóttir hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Advania á Íslandi.

Sesselja nýr forstjóri Genis
Sesselja Ómarsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra hjá Genis hf. Hún tekur við starfinu af Sigurgeiri Guðlaugssyni, sem hefur stýrt fyrirtækinu frá ársbyrjun 2022.

Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu
Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila.

Aðstoðarmaður Katrínar til Aton
Bergþóra Benediktsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskipta- og hönnunarstofunni Aton. Hún var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur alla forsætisráðherratíð hennar.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Val
Jóhanna Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vals. Hún tekur við starfinu af Styrmi Þór Bragasyni um áramótin.

Forstjóri Dominos til N1
Magnús Hafliðason, sem hefur verið forstjóri Dominos á Íslandi undanfarin ár hefur verið ráðinn forstjóri N1.

Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga
Guðrún P. Ólafsdóttur verður bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Ráðning hennar var tekin fyrir á fundi bæjarráðs sveitarfélagsins í gær og tekur formlega gildi eftir bæjarstjórnarfund í næstu viku samkvæmt tilkynningu.