Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tap­leiki á bakinu

Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.

Tvær þrennur í níu marka stór­sigri

Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla.

Aston Villa á­fram en vond bikarvika fyrir Spurs

Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham.

Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guð­laugs Victors

Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og hjálpaði til við að halda marki Plymouth Argyle hreinu. 

Glódís bjargaði marki og á­fram heldur sigur­ganga Bayern

Bayern Munchen lenti undir en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 1-3 sigur á útivelli gegn Hoffenheim í fjórtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bæjara og tókst að bjarga marki. 

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Sjá meira