Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. 9.2.2025 20:29
Tvær þrennur í níu marka stórsigri Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla. 9.2.2025 18:55
Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Randy Moss hefur verið í hléi frá sjónvarpsstörfum síðan hann gekkst undir aðgerð vegna krabbameins fyrir tveimur mánuðum en sneri aftur á skjáinn af góðu tilefni í dag og var vel tekið. 9.2.2025 18:45
KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu KA gerði sér góða ferð suður og sótti fimm marka sigur gegn ÍR í sextándu umferð Olís deildar karla. Lokatölur 34-39 í Skógarselinu. 9.2.2025 17:41
Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Leipzig í 24-23 tapi á útivelli gegn Burgdorf í átjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 9.2.2025 17:27
Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham. 9.2.2025 17:06
Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og hjálpaði til við að halda marki Plymouth Argyle hreinu. 9.2.2025 17:00
Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Þrátt fyrir að vera ekki í byrjunarliðinu var Martin Hermannsson með flestar stoðsendingar í 92-77 sigri Alba Berlin gegn Hamburg Towers. 9.2.2025 15:58
Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Bayern Munchen lenti undir en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 1-3 sigur á útivelli gegn Hoffenheim í fjórtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bæjara og tókst að bjarga marki. 9.2.2025 15:18
Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss. 9.2.2025 15:06