Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Wolverhampton Wanderers eru á leið í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 0-2 sigur gegn Blackburn Rovers. Joao Gomes og Matheus Cunha skoruðu mörkin með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik. 9.2.2025 14:26
Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á fyrir Mikael Egil Ellertsson í 0-1 tapi Venezia gegn Roma í 24. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. 9.2.2025 13:26
Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. 9.2.2025 13:04
Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði. 9.2.2025 12:47
Fylgir í fótspor föður síns í Ofurskálinni Líkt og fyrir tuttugu árum síðan mun Jeremiah Trotter spila fyrir Philadelphia Eagles í Ofurskálinni í kvöld. Í þetta sinn er það reyndar Jeremiah Trotter Jr. og hann mun ekki vera þjálfaður af Andy Reid eins og faðir sinn. 9.2.2025 12:15
„Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Jeremy Pargo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Bónus deild karla síðasta fimmtudag. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi voru mjög hrifnir af hans frammistöðu. 9.2.2025 11:31
Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. 9.2.2025 10:47
Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Jimmy Butler spilaði stórkostlega í sínum fyrsta leik fyrir Golden State Warriors, þrátt fyrir að hafa ekkert æft með liðinu áður. 9.2.2025 10:30
Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Miðherjinn Mark Williams féll á læknisskoðun og mun ekki leika með Los Angeles Lakers á tímabilinu, skipti hans frá Charlotte Hornets hafa verið felld úr gildi. 9.2.2025 09:30
Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar. 9.2.2025 08:01