Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Má bera eig­anda Gríska hússins út

Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið

„Facebook-hrekkurinn lifir enn góðu lífi á minni skrifstofu,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, en hún verður reglulega fyrir barðinu á þeim. Í dag birtist færsla á Facebook-vegg hennar um nýtt hlaðvarp á hennar vegum, sem á að heita „Nadda í Orlofi“, en sjálf kannast hún ekki við það.

Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið

Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn.

Mikið af gögnum sem þarf að yfir­fara

„Það er hægt og bítandi að koma mynd á málið, en náttúrulega heilmikil vinna eftir og mikið af gögnum sem á eftir að yfirfara,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi síðastliðinn þriðjudag.

Fara fram á gæslu­varð­hald yfir þeim fjórða

Lögreglan á Suðurlandi ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Ef Héraðsdómur Suðurlands fellst á það verða fjórir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðar­máli Ís­lands­sögunnar

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir hylmingu í tengslum við þjófnað í tveimur verslunum Elko í september í fyrra. Það mun hafa verið eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, ef ekki það stærsta, en þýfið hefur verið metið á rétttæpar hundrað milljónir króna. Tvímenningarnir eru þó ekki ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn.

Einn hand­tekinn til við­bótar í mann­dráps­máli

Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins.

Nauðgunardómur Guð­mundar Elíss stað­festur

Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis.

Sjá meira