Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. 30.1.2025 07:02
Dagskráin í dag: Bónus deild karla, Evrópudeildin, golf og Ronaldo Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 30.1.2025 06:01
Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Lewis Hamilton, einn þekktasti og sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, gekk í raðir Ferrari fyrir komandi tímabil í F1. Hann vonar að fall sé fararheill eftir að klessa á þegar hann keyrði Ferrari-bíl sinn í fyrsta skipti. 29.1.2025 23:17
Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Arsenal lagði Girona 2-1 á útivelli í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn þýðir að Arsenal endar í 3. sæti með 19 stig, líkt og Barcelona sem er sæti ofar og Inter sem er sæti neðar. 29.1.2025 22:13
Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. 29.1.2025 21:59
Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Portúgal lagði Þýskaland – lærisveina Alfreðs Gíslasonar - með eins marks mun eftir framlengdan leik í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í handbolta, lokatölur 31-30. 29.1.2025 21:39
Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Njarðvík vann góðan útisigur á Hamar/Þór í Bónus-deild kvenna í kvöld. Gestirnir brutu 100 stiga múrinn og heimaliðið var ekki langt frá því. 29.1.2025 21:19
Anton tekur við kvennaliði Vals Anton Rúnarsson mun taka við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Olís-deild kvenna að yfirstandandi tímabili loknu. Hann tekur við liðinu er núverandi þjálfari Ágúst Jóhannsson mun taka við karlaliði félagsins. 29.1.2025 20:32
Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook. 29.1.2025 20:03
Man City komst í umspilið eftir allt saman Manchester City komst í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé 3-1 heimasigri á Club Brugge. Lærisveinar Pep Guardiola voru hins vegar undir í hálfleik. 29.1.2025 19:31