Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sérfræðnigur í skattarétti segir áform ríkisstjórnarinnar varðandi breytingar á samsköttun hjóna og sambýlisfólks vekja ýmsar spurningar. Það sé gagnrýnisvert að draga úr skattalegum ívilnunum á meðan verulega íþyngjandi ábyrgð hjóna haldist óbreytt, sem stangist mögulega á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 13.4.2025 14:53
Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun. 12.4.2025 20:39
Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. 12.4.2025 19:08
„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 12.4.2025 14:51
Mikið högg fyrir nærsamfélagið Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. 12.4.2025 12:19
Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Utanríkisráðherra fundaði með utanríkismálastjóra og framkvæmdastjóra Evrópusambandsins fyrir varnarmál um varnarsamstarf. Málið er farið í formlegan farveg en hún leggur áherslu á að auka þurfi stoðir Íslands í varnar- og öryggismálum. 11.4.2025 23:29
Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér. 11.4.2025 22:47
Esjustofa í endurnýjun lífdaga Eitt helsta kennileiti Esjunnar, Esjustofa við rætur fjallsins, gengur nú í endurnýjun lífdaga en Fjallafélagið gerði nýlega leigusamning við eiganda skálans og hyggst opna þar bækistöð fyrir fjallagarpa landsins 10.4.2025 21:00
Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. 10.4.2025 19:00
Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. 10.4.2025 12:01