Fréttir

Fréttamynd

100.000 krónur á hvern íbúa

Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar eldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu fimmtung á 375 milljónir króna

Meirihlutaeigendur í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni hf. keyptu í júní síðastliðnum 20 prósenta hlut í fyrirtækinu af Arion banka. Þeir eru OA eignarhaldsfélag, í eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra og Októs Einarssonar stjórnarformanns, fjárfestingasjóður í stýringu Auðar Capital og F-13 ehf., félag í eigu fjögurra framkvæmdastjóra Ölgerðarinnar. Eftir viðskiptin á Auður fagfjárfestasjóður 45 prósenta eignarhlut. OA ehf. 38 prósenta og F-13 ehf., 17 prósenta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hærri skattar þýða færri ferðamenn

Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014

Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áætla 6,2 milljarða hagnað árið 2013

Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun tapa 2,2 milljörðum króna í ár samkvæmt útkomuspá en hagnast um 6,2 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fimm ára áætlun Orkuveitunnar fyrir árin 2014-2018 sem samþykkt var af stjórn hennar á miðvikudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur um afnám gjaldeyrishafta

Vinnuhópur íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fundaði í fyrsta sinn fyrir helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færri læra nú þrjú tungumál

Skólaárið 2011-2012 lærðu 33.937 börn ensku í grunnskólum, eða 80,1 prósent, og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því Hagstofan hóf að birta tölur um fjölda barna sem læra erlend tungumál árið 1999.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt að fylgjast með sínum fyrrverandi

Þeir sem fylgjast með sínum fyrrverandi á Face-book eru lengur að ná sér eftir sambandsslit en þeir sem gera það ekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í San Diego í Bandaríkjunum. Í rannsókninni var fylgst með hvernig 464 einstaklingum, sem notuðu Facebook, tókst að jafna sig eftir sambandsslit.

Erlent
Fréttamynd

Segir ákærur vera pólitískar

„Ég hef ekkert að fela,“ sagði Julius Malema, suðurafrískur stjórnmálamaður sem kom fyrir rétt í gær sakaður um spillingu, skattsvik og peningaþvætti. „Þeir eru að eyða tíma sínum,“ sagði hann.

Erlent
Fréttamynd

Mörg landsvæði standa höllum fæti þrátt fyrir olíugróða

Þrátt fyrir að efnahagsuppgangur Noregs hafi verið fordæmalítill síðustu fjóra áratugi eru í dag margar atvinnugreinar sem standa höllum fæti. Mótsögnin felst einmitt í því að umsvif og gróði af olíugeiranum hefur í för með sér aukinn framfærslukostnað, hærri laun og sterkara gengi norsku krónunnar sem kemur niður á samkeppnishæfi annarra greina.

Erlent
Fréttamynd

Leyniréttarhöldum hafnað

Fulltrúar á landsfundi flokks frjálsra demókrata í Bretlandi höfnuðu frumvarpi um leyniréttarhöld, sem breska stjórnin hugðist fá þjóðþingið til að samþykkja.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð manna án heimilis

Í Bretlandi hefur ekki rignt jafn mikið í september í þrjátíu ár. Í norðurhluta Englands hafa hundruð manna þurft að forða sér að heiman, eða að minnsta kosti að koma sér fyrir á efri hæðum húsa, meðan mestu flóðin ganga yfir. Spáð er úrhellisrigningu áfram og fólk beðið um að hafa varann á.

Erlent
Fréttamynd

Aðhaldi mótmælt í Aþenu

Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna.

Erlent
Fréttamynd

Hættu á Facebook vegna skilaboða á veggjum

Miklar umræður spunnust á samfélagsmiðlinum Facebook í gær um að einkaskilaboð úr pósthólfum notenda væru að birtast á veggjum vina þeirra. Fjölmargir Íslendingar ákváðu í kjölfarið að loka reikningum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Þynntu út aðra hluthafa - fréttaskýring

Ákæra á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrum aðaleiganda Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eigenda Logos, snýst um snúning sem ráðist var í til að tryggja yfirráð yfir félaginu. Með honum ætluðu fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður og bróðir hans Ágúst, að þynna út aðra hluthafa með því að borga tvo aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Þetta telur sérstakur saksóknari varða við lög og geti varðað tveggja ára fangelsi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einnig talinn hafa framleitt MDMA

Tæplega fimmtugur maður, sem var handtekinn fyrir tveimur vikum grunaður um fíkniefnaframleiðslu í bílskúrnum sínum, er nú laus úr gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast

DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum

Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda.

Innlent
Fréttamynd

Bestu kosningalög á Norðurlöndum

„Þetta eru bestu kosningalögin á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um fyrirhugaða lagabreytingu á kosningalögum. Breytingin gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Jákvæð upplifun skapar hollustu

Bernd Schmitt er prófessor í alþjóðaviðskiptum við Columbia Business School í New York. Er hann þekktur fyrir skrif sín og kenningar á sviði markaðssetningar, vörumerkjastjórnunar og stefnumótunar en hann hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á nýsköpun í markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Markaðurinn ræddi við Schmitt um rannsóknir hans og hvernig þær geta komið fyrirtækjum að gagni við markaðssetningu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm

„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Barðaströnd í kennslu frá Bíldudal

„Þetta hefur gengið ljómandi vel. Nemendurnir eru duglegir og sitja og læra og rétta upp bækurnar til kennarans,“ segir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar. Brugðið hefur verið á það ráð að bjóða upp á fjarkennslu fyrir börn vegna fjarlægðar og fámennis. Fjarkennslan hófst nú í haust.

Innlent
Fréttamynd

Milljarða hagnaður

Eignabjarg, eignaumsýslufélag í eigu Arion banka, hagnaðist um 3,3 milljarða króna í fyrra. Eignir félagsins námu 15,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar munaði langmestu um hagnað af eignarhlutum í eigu félagsins en það skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármál sveitarfélaga

Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar hótelíbúðir í hundrað ára húsi

Húsi Félags bókagerðarmanna við Hverfisgötu 21 verður breytt í íbúðahótel af félaginu RR Hótel sem keypt hefur húsið. Félagið rekur íbúðahótel við Hverfisgötu 45 undir nafninu Reykjavík Residence Hótel.

Innlent
Fréttamynd

Ógnarhernaður gegn almenningi

Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Erlent