Aðhaldi mótmælt í Aþenu 27. september 2012 00:00 Átök í Aþenu Gríska lögreglan þurfti meðal annars að verjast eldsprengjum.nordicphotos/AFP Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. [email protected] Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira