Aðhaldi mótmælt í Aþenu 27. september 2012 00:00 Átök í Aþenu Gríska lögreglan þurfti meðal annars að verjast eldsprengjum.nordicphotos/AFP Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. [email protected] Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Óeirðalögreglan í Grikklandi lenti í hörðum átökum við mótmælendur í gær eftir að fjölmennur mótmælafundur í Aþenu snerist upp í óeirðir. Mótmælendur köstuðu eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna. Kvöldið áður hafði spænska lögreglan notað bæði táragas og gúmmíkúlur á mótmælendur í Madríd. Tugir manna særðust og tugir manna voru handteknir. Um 50 þúsund manns mættu á mótmælafundinn í Aþenu í gær í tengslum við allsherjarverkfall, sem lamaði atvinnulíf landsins að mestu. Skólum var lokað, samgöngur lágu niðri og flest þjónustufyrirtæki voru lokuð. Þetta er fyrsta allsherjarverkfallið í Grikklandi frá því ríkisstjórn Antonis Samaras tók við í sumar. Stöðug mótmæli hafa hins vegar verið undanfarnar vikur gegn aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar, sem reynir að skera grimmilega niður ríkisútgjöldin til að geta greitt niður skuldirnar. Á Ítalíu hefur einnig verið boðað til verkfalla næstu daga. Almenningur í þessum skuldugu evrulöndum sættir sig illa við aðhaldsaðgerðirnar, þótt stjórnvöld sjái sér ekki annað fært en að skera niður. „Berjist nú, fólk, þeir eru að drekka í sig blóðið úr ykkur," hrópuðu mótmælendur í Aþenu í gær og börðu trommur með. Í Grikklandi virðist stjórnin loks hafa komið sér saman um sparnaðarpakka upp á 11,5 milljarða evra, en óvíst er hvort þriggja manna sendinefnd Evrópusambandsins, seðlabanka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur útreikningana að baki nógu trausta. Sendinefndin hefur frestað því þangað til í næsta mánuði að leggja endanlegt mat á það hvort aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar standist þær kröfur sem ESB og AGS hafa gert að skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Á Spáni er búist við því að stjórnin kynni í dag nýjar sparnaðaraðgerðir, þegar fjárlagafrumvarp næsta árs verður birt. Á morgun verða síðan birtar niðurstöður álagsprófs spænsku bankanna, og þá kemur í ljós hve mikið af 100 milljarða láni stjórnarinnar þarf að fara til að hjálpa bönkunum. Bæði á Spáni og í Grikklandi er samdráttur að aukast, sem gerir stjórninni æ erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira