
Hús og heimili

Fantaflott með frönskum gluggum í Vesturbænum
Við Grenimel 35 í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna einstaka 172 hæð með bílskúr í reisulegu húsi sem var byggt árið 1945. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og hefur verið vel viðhaldið. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Smekklegt einbýli í Fossvogi á 230 milljónir
Við Kvistaland 7 í Fossvogsdal má finna fallegt 203 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 1973. Eignin var nýverið tekin í gegn á smekklegan máta þar sem ekkert var til sparað. Ásett verð er 228,9 milljónir.

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna einbýlishús
Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Inga Lind selur íbúð við Valshlíð
Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Jón og Hafdís festu kaup á einbýli með bátaskýli
Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson og eiginkona hans Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi.

Sumar að hætti Múmínálfanna lokkar þig út í góða veðrið
Hlýnandi veðri fylgir loforðum nýja sumarlínu frá MoominArabia. Í ár inniheldur sumarlínan ekki eingöngu hið hefðbundna matarstell heldur einnig skemmtilegar textílvörur sem henta vel fyrir sundferðirnar í sumar ásamt uppfærslu á vatnsglösunum sígildu sem nú skarta nýjum sumarlegum myndskreytingum.

Guðný og Pétur selja glæsihöll í Garðabæ
Guðný Helga forstjóri VÍS og Pétur Rúnar flugstjóri hjá Icelandair hafa sett hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 274,3 fermetra einbýli á tveimur hæðum, sem hægt væri að breyta í tveggja íbúða hús. Ásett verð er 220 milljónir.

Umfram allt að húsgögnin þoli íslenskt veðurfar
Böðvar hjá Signature húsgögnum hefur selt útihúsgögn í yfir 20 ár. Alla tíð hefur áherslan verið á yfirburða gæði, fallega hönnun og umfram allt framúrskarandi og persónulega þjónustu.

Kynfræðingurinn flytur úr Hveragerði
Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur hefur sett glæsilegt parhús í Hveragerði á sölu. Um er að ræða 144 fermetra nýlega eign á einni hæð. Ásett verð er 89,8 milljónir.

Magnús Árni selur sögufrægt hús með kastalaturni
Magnús Árni Skjöld Magnússon varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður hefur sett íbúð sína við Ásvallagötu 1 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 120 fermetra eign í sögufrægu húsi frá árinu 1930. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Snorri og Harpa selja á Njálsgötu
Snorri Engilbertsson leikari og kærastan hans Harpa Hilmarsdóttir hafa sett sjarmerandi risíbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 75 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 1952. Ásett verð er 74,9 milljónir.

Mættu tímanlega í pallaráðgjöf hjá BYKO
Viðskiptavinum BYKO gefst kostur á faglegri pallaráðgjöf auk ráðgjafar þegar kemur að skipulagi garðsins almennt.

Hönnunarhæð Karinar í Nola til sölu
Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa sett fallega hæð á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða eign á efstu hæð í þríbýlishúsi frá árinu 1967 sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Ásett verð er 128,9 milljónir.

Fyrstu kaupendur hafi þessi atriði í huga
„Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 eru fyrstu kaupendur um 30.5% þeirra sem kaupa fasteign á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali en meðalaldur þeirra er um 29 ár. Fasteignirnar sem fyrstu kaupendur fjárfesta í eru um 90 fermetrar og kosta að meðaltali um 65,7 milljónir.

GreenCoat er umhverfisvænasta litaða stálklæðningin sem völ er á
Límtré Vírnet býður upp á byggingarlausnir og vörur sem henta íslenskum aðstæðum og kröfum en leitast líka við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.

Brynja og Þórhallur kveðja Nýlendugötuna
Brynja Nordquist fyrrverandi flugfreyja og Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður hafa sett hús sitt við Nýlendugötu á sölu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en fermetraverðið er í hærra lagi eða 1,2 milljón á fermetrann.

Hvar er eldhúsglugginn?
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur.

Fágæt og falleg eign við Flókagötu
Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Grínari selur íbúð í Vesturbænum
Grínistinn Jakob Birgisson og Sólveig Einarsdóttir hafa sett íbúð þeirra við Öldugötu í Vesturbænum á sölu. Jakob segist muna kveðja íbúðina og góða nágranna með trega.

Lekker hæð listakonu til sölu
Listakonan Þórunn Hulda Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar Finnur Bjarnason hafa sett fallega hæð með sérinngangi við Gnoðarvog á sölu. Húsið var byggt árið 1960. Ásett verð er 110,9 milljónir.

Suzuki mun flytja inn í höll Björgólfs
Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Jón Jónsson selur glæsihús á Seltjarnarnesi
Söngvarinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jón Jónsson hefur sett húsið sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, verönd, heitum potti og góðri grillaðstöðu.

Félag Rikka Daða selur einbýli sem áður var í eigu Rikka Daða
RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis hefur sett einbýlishús við Sunnuveg á sölu. Félagið festi kaup á eigninni í apríl í fyrra á 270 milljónir, sem þá var í eigu Ríkharðs og eiginkonu hans, Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóri Íslandsbanka.

Arkitekt dýrasta húss Íslandssögunnar selur í Fossvogi
Við Giljaland 3 í Fossvogsdal má finna glæsilegt 235 fermetra raðhús sem var byggt árið 1969. Húsið er í eigu Sigurðar Halldórssonar arkitekts, einn af eigendum arkitektastofunnar Glámu-Kím, sem hannaði dýrasta hús Íslandssögunnar sem stendur við Mávanes í Garðabæ, og Elísabetar Konráðsdóttur hjúkrunarfræðings.

Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár
„Ein besta fermingargjöfin sem völ er á að mínu mati er hlý og vönduð sæng,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dúns og fiðurs, sem er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík.

Valgerður selur íbúðina í Vesturbænum
Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Gult og glæsilegt einbýlishús Sölva til sölu
Við Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur má finna fagurgult einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1927. Eigandi hússins er rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson sem festi kaup á eigninni árið 2018.

Fjölbreytt vöruúrval og ein bestu verð hérlendis
Þakefnasala Íslands hóf starfsemi árið 2021 sem heildsala og verslun á gæða þakefnavörum en starfsfólk fyrirtækisins býr þó yfir áratuga reynslu í faginu.

Bergur og Inga Lóa selja eitt glæsilegasta hús Garðabæjar
Bergur Konráðsson kírópraktor og eiginkona hans, Inga Lóa Bjarnadóttir aðstoðarmaður kírópraktors, hafa sett stórbrotið einbýlishús við Óttahæð í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 269 milljónir.

Ási selur íbúðina eftir sambandsslitin
Ásgrímur Geir Logason, hlaðvarpsstjórnandi Betri helmingsins, hárgreiðslunemi og leikari, hefur sett notalega íbúð sína við Sunnusmára í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 89,5 milljónir.