Frakkland

Fréttamynd

Frakkland í úrslit á nýjan leik

Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands eru komnir í úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Frakkland lagði spútniklið Marokkó 2-0 í undanúrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar

Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Verður nautaat bannað í Frakklandi?

Franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­leggja HM-gestum að nota ein­nota síma

Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í.

Erlent
Fréttamynd

Lést á flug­vellinum þar sem hann dvaldi í á­tján ár

Mehran Karimi Nasseri, Íraninn sem dvaldi á Charles De Gaulle flugvellinum í París í átján ár er látinn. Hann lést á flugvellinum eftir að hafa snúið aftur þangað fyrir skömmu. Saga Nasseris varð kveikjan að kvikmyndinni vinsælu The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki.

Erlent
Fréttamynd

Tekur við for­mennsku af Le Pen

Hinn 27 ára Jordan Bardella var í gær kjörinn formaður hægri þjóðernisflokksins Rassemblement National, flokksins sem áður gekk undir nafninu Þjóðfylkingin (f. Front National). Hann tekur við formennskunni af Marine Le Pen sem hyggst einbeita sér að störfum flokksins á franska þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Öskraði „farðu aftur til Afríku“ á annan þing­mann

Þingmaður á franska þinginu hefur verið settur í fimmtán daga bann fyrir að hafa öskrað „farðu aftur til Afríku“ á þingmann úr öðrum flokki. Hann segist ekkert hafa gert rangt og vill meina að orðin hafi beinst að stöðu flóttafólks.

Erlent
Fréttamynd

Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París

Parið Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið morðingjann

Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði.

Erlent
Fréttamynd

Benzema hlaut Gull­boltann

Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Fékk ís­lenskt nafn og ævin­týra­lega fæðingar­sögu

Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn.

Innlent