Frakkland

Fréttamynd

Frakkland Ólympíumeistari í fyrsta sinn

Kvennalandslið Frakklands í handbolta varð í nótt Ólympíumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Rússlandi í úrslitum í Tókýó í Japan. Frakkland vann tvöfalt í handboltanum á leikunum.

Handbolti
Fréttamynd

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Erlent
Fréttamynd

Af­léttingar á Bret­landi eiga ekki við ferða­langa frá Frakk­landi

Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu.

Erlent
Fréttamynd

Eif­fel-turninn opnaður á ný

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

Herða tak­markanir í Frakk­landi en bara fyrir óbólu­­setta

Emmanuel Macron Frakk­lands­­for­­seti hefur kynnt hertar að­gerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju far­aldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólu­settir. Hann ætlar einnig að skylda alla heil­brigðis­starfs­menn í landinu til að fara í bólu­setningu.

Erlent
Fréttamynd

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Lífið
Fréttamynd

Konan sem setti Tour de France í uppnám handtekin

Þrítug frönsk kona sem olli meiriháttar árekstri í fyrsta áfanga Tour de France-hjólreiðakeppninnar um helgina gaf sig fram við lögreglu. Konan er nú í varðhaldi sökuð um að hafa valdið líkamstjóni og sett líf fólks í hættu af gáleysi.

Sport
Fréttamynd

Flokkur Macron í rétt rúmlega tíu prósentum

Fyrstu tölur benda til að hvorki flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta né öfgahægriflokkur Marine Le Pen hafi tekist að bæta við sig mörgum mönnum í fyrri umferð héraðskosninga sem fram fóru í landinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

G7 ríkin mynda banda­lag gegn Kína

Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku.

Erlent
Fréttamynd

Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna

Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands.

Erlent