Forseti Íslands

Fréttamynd

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn fékk fyrstu sokkana

Forseti Íslands tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum.

Lífið
Fréttamynd

Guðni forseti sér möguleika á verðlaunapalli

Forseti Íslands er sannfærður um að íslenska landsliðið í handbolta eigi góðan möguleika á að komast á verðlaunapall á HM í Svíþjóð. Hann stefnir á að fara á mótið á einhverjum tímapunkti þess.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“

Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. 

Innlent
Fréttamynd

„Ráði hnefa­rétturinn er voðinn vís“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að hoppa út í djúpu laugina

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von

Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember.  Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sól­borg valin fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að verja Val­höll“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. 

Tónlist