
Forseti Íslands

Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda
Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi.

Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996.

Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi.

Vinna að rafrænum undirskriftum vegna faraldursins
Dómsmálaráðuneytið segist nú vinna að því að bjóða upp á rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fyrirhugaðar eru 27. júní næstkomandi.

Hvetur Íslendinga til að fara að tilmælum þríeykisins
Forseta Íslands þykir gaman að sjá hvað Íslendingar eru tilbúnir að treysta framvarðasveit landsins í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Víðir hlær og slær framboð til forseta út af borðinu
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, ætlar ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í vor. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi.

Forsetafrúin pantaði mat heim og fékk vín með
Eliza Reid forsetafrú greinir frá því á Instagram að fjölskyldan hafi pantað mat frá veitingastaðnum Skál í gærkvöldi.

Mikilvægt að Íslendingar standi saman
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum.

Guðni og Eliza mættu í skimun
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag.


Guðni og Eliza opnuðu Menigaskrifstofu í Varsjá
Forsetahjónin íslensku, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, voru viðstödd opnun nýrrar skrifstofu íslenska fjártæknifyrirtækisins Meniga í pólsku höfuðborginni Varsjá í gær.

Vilja aukið samstarf í jarðvarmamálum
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru nú í opinberri heimsókn í Póllandi.

Forsetinn um kórónusmitið: „Skelfing leysir engan vanda“
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir brýnna en áður að landsmenn séu forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir.

Guðni fékk fyrstu Mottumarssokkana
Fyrsta Mottumarssokkapar Krabbameinsfélagsins var fært í hendur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Skjaldborg á Patró hlaut Eyrarrósina 2020
Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag.

Forseti Íslands með nýtt fótboltafélag við bæjardyrnar
Knattspyrnufélagið Bessastaðir er eitt af fjórum nýjum knattspyrnufélögum sem taka þátt í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar.

Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir.

Forsetinn hefur fært handboltalandsliðinu mikla lukku
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur mætt á tvo leiki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta og íslenska liðið hefur unnið þá báða.

Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður.

„Enn vorum við minnt á ægimátt náttúruaflanna“
Forseti Íslands birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gærkvöldi og nótt.

Árni Oddur sæmdur riddarakrossi
Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Guðni gefur aftur kost á sér
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst bjóða sig aftur fram til forseta.

Ríkisráðsfundi frestað
Til stóð að fundurinn færi fram klukkan 10 í dag, en honum hefur verið frestað um eina klukkustund.

Guðni ratar á lista yfir bestu matardeilur áratugarins
Forseti Íslands og skoðun hans á pítsum og ananas ratar á lista Huffington Post yfir bestu matardeilur áratugarins á samfélagsmiðlum.

Forsetaembættið hjúkrar fálkaunga til heilsu
Forsetinn segir mikilvægt að fara gætilega í kringum rándýrið.

Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi
Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi.

Forsetinn sá bróður sinn tapa gegn Álaborg í Íslendingaslag
Guðni Th. Jóhannesson var mættur til Danmerkur í kvöld.

Amma Elizu Reid látin
Betty Brown, amma Elizu Reid, forsetafrúar, lést síðastliðinn föstudag, 102 ára að aldri.

Vigdís sæmd heiðurdoktorsnafnbót við HA
Forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti ávörpuðu gesti á málþingi HA þar sem fjallað var um víðtæk áhrif Vigdísar Finnbogadóttur á samfélagið.