Evrópusambandið

Fréttamynd

Að­eins fjórðungur Breta vill vera utan ESB

Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að mynda banda­lög fyrir skyndi­kosningar í Frakk­landi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Í­huga að virða tíma­móta­dóm að vettugi

Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins.

Erlent
Fréttamynd

Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta for­sætis­ráð­herra

Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli

Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins.

Erlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herrann segir af sér

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“

Erlent
Fréttamynd

„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“

Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Írar kjósa til Evrópu­þings

Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Kosninga­á­róður skrif­stofu Al­þingis?

Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti.

Skoðun
Fréttamynd

Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019

Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Ís­landi“

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Segir stjórnar­and­stöðuna hafa kynt undir hatri á­rásar­mannsins

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu sem varð fyrir banatilræði fimmtánda maí síðastliðinn, kennir stjórnarandstöðunni þar í landi um að hafa ýtt undir hatursfulla orðræðu sem leiddi til banatilræðisins. Hann særðist alvarlega þegar ljóðskáld á áttræðisaldri skaut hann fimm sinnum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki verði hægt að lauma gullhúðun í lög

Starfshópur utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna hyggst leggja til að breytingar verði gerðar á verklagi við vinnslu stjórnarfrumvarpa til innleiðingar á Evrópureglum, þannig að bæði hagsmunaaðilar og alþingismenn séu rækilega upplýstir um það strax á fyrstu stigum lagasetningar ef stjórnvöld bæta innlendum reglum við EES-löggjöfina.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi slátrar jafnræðisreglunni

Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Birni Bjarna­syni svarað

Björn Bjarnason er lagður af stað í skógarferð þar sem hann virðist hafa í hyggju að reyna að ná höggi á undirritaðan.

Skoðun
Fréttamynd

30% kaup­máttar­aukning með evru

Kaupmáttur ráðstöfunartekna mælir breytingu á ráðstöfunartekjum að teknu tilliti til verðbólgu. Ef ráðstöfunartekjur aukast vegna launahækkana en verðlag hækkar minna eykst kaupmáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Er Evrópa að hverfa af kortinu?

„Evrópa getur dáið og við ráðum örlögum hennar“, sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, í ræðu í Svartaskóla í París 27. apríl sl. Var þetta ekki fulldjúpt í árinni tekið hjá Macron? Er ekki óþarfi að vera svona dramatískur?

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mælin gegn „rúss­nesku“ lögunum stækka enn

Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Minnis­leysi eða þekkingar­skortur?

Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart.

Skoðun