
Stjórnsýsla

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur
Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Vegagerðin semur við Sigurð Áss um starfslok
Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar. Gert hefur verið samkomulag við Sigurð um starfslok en hans síðasti vinnudagur hjá Vegagerðinni var í gær.

Akurnesingar vilja hýsa fyrirhugaða stofnun um þjóðgarða
Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á umhverfisráðherra að höfuðstöðvar fyrirhugaðar nýrrar stofnunar um þjóðgarða og friðlýst svæði verði staðsettar á Akranesi.

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál
Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.

Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur
Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu.

Ríkið endurgreiði sektir
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum.

Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax
Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins.

Arftaki Más þarf að vera góður í mannlegum samskiptum
Forsætisráðherra hefur auglýst til umsóknar starf seðlabankastjóra til næstu fimm ára.

31 sótti um embætti skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu
Alls sótti 31 einstaklingur um embætti skrifstofustjóra á þremur skrifstofum félagsmálaráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar síðastliðinn.

Hafna uppbyggingu á Granda
Skipulagsfulltrúi hafnar breytingum á deiliskipulagi sem gera myndu kleift að byggja yfir 40 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði aftan við gömlu verbúðirnar á Grandagarði. Finnur fyrir þrýstingi á breytingar.

Sækja tjón sitt vegna friðunar
Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Framkvæmdaaðili á Landsímareitnum telur sig þó hafa orðið fyrir tjóni og hyggst leita réttar síns. Óvissu létt segir Dagur B.

Formaður Flokks fólksins segir vinnubrögð borgarinnar með ólíkindum
Formaður Flokks fólksins er undrandi á handvömm hjá Reykjavíkurborg sem leiddi til þess að hún fékk ekki boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa í gær.

Vigdís kærir kosningarnar
Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018.

Vanþekking á lögum orsök brotsins
Vanþekking á lögum og reglum persónuverndarréttar Reykjavíkur urðu til þess að borgin braut gegn persónuverndarlögum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor. Þá vantaði mikilvægar upplýsingar af hálfu borgarinnar í samskiptum við Persónuvernd (PRS).

Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu.

Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni sendur í leyfi
Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni, hefur verið sendur í leyfi frá störfum

Katrín segir Kvenréttindafélagið og Samtökin ´78 óháð samtök
Enginn sérstakur greinarmunur gerður á áróðri og fræðslu þegar svo ber undir.

Uppstokkun í stjórnsýslunni
Borgarráð samþykkti í gær að leggja niður skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) eftir að hún fékk útreið í skýrslu um framkvæmdirnar við Nauthólsveg 100, endurbætur á bragganum margumtalaða.

Samtökin ´78 fá 15 milljónir til að sinna fræðslu
Forsætisráðuneytið og Samtökin ´78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi, hafa gert með sér samning um að samtökin sinni sértækri fræðslu, þjónustu og ráðgjöf er varða málefni hinsegin fólks.

Kvenréttindafélag Íslands fær 10 milljóna styrk frá ríkinu
Forsætisráðuneytið og Kvenréttindafélag Íslands hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi.

Sex sækja um sem forstjóri Barnaverndarstofu
Sex manns sóttu um embætti forstjóra Barnaverndarstofu en umsóknarfrestur rann út þann 28. janúar síðastliðinn.

Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis
Afgreiðsla fjármálaráðuneytisins á gagnabeiðni Fréttablaðsins var í andstöðu við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Túlkun ráðuneytisins á upplýsingalögum hefði opnað á að stjórnvöld gætu vistað gögn utan starfsstöðva sinna til að skjóta sér undan gildissviði upplýsingalaga.

Sigríður Andersen vill spara hjá sýslumannsembættunum
Urgur í Eyjum vegna brottflutts sýslumanns.

Nýja sjúkrahótelið hefur kostað 2,3 milljarða króna
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar.

Ný vegabréf fara í umferð eftir helgi
Innleiðing nýrra vegabréfa hefur tekið fjögur ár og er stofnkostnaðurinn um 200 milljónir króna

Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði
Áríðandi að koma tillögunum sem fyrst í framkvæmd að mati formanns starfshópsins. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir þau fyrirtæki sem séu að svindla og svína á fólki fái ekkert annað tækifæri og verðikomið út af markað,

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Lóan og landslagsmyndir áberandi í nýrri útgáfu íslenskra vegabréfa
Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands.

Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum
Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega.