Bretland

Karlotta fagnar sex ára afmæli
Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi.

Hvetja Breta til að sýna biðlund
Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað.

Leita enn að móður ungbarns sem fannst yfirgefið í almenningsgarði
Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur birt myndir af ungbarninu sem fannst yfirgefið í almenningsgarði í borginni fyrir helgi. Það var almennur borgari sem var á göngu með hunda í Kings Norton almenningsgarðinum í Birmingham sem fann litla drenginn vafinn inn í teppi síðdegis þann 22. apríl.

Birtu nýjar myndir í tilefni af tinbrúðkaupinu
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín halda í dag upp á að tíu ár eru nú liðin frá því að þau gengu í hjónaband. Breska konungsfjölskyldan hefur í tilefni þess birt nýjar myndir af þeim hjónum.

Bretar panta aukaskammta af bóluefni og hyggjast gefa þriðju sprautuna
Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer.

Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér
Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins.

Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega
Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti.

Mikill meirihluti þingmanna samþykkir fríverslunarsamninginn við Breta
Evrópuþingið hefur staðfest nýjan fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bretlands í kjölfar Brexit. Samningurinn hefur verið í gildi frá því í janúar en var samþykktur í morgun með 660 atkvæðum.

Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu
Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot.

Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu
Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri.

„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða.

Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni
Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa.

Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi
Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi.

Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn.

Að minnsta kosti tveir heimiliskettir á Bretlandseyjum hafa smitast af eigendum sínum
Rannsakendur á Bretlandseyjum hafa fundið tvö tilvik þar sem eigendur smituðu kettina sína af SARS-CoV-2. Í báðum tilvikum voru eigendurnir með einkenni Covid-19 þegar kettirnir smituðust. Þeir sýndu sömuleiðis einkenni sjúkdómsins.

Elísabet þakkar árnaðaróskir vegna afmælis síns og samhug vegna fráfalls Filippusar
Starfsmenn Buckingham-hallar hafa birt skilaboð frá Elísabetu drottningu á Twitter, þar sem hún þakkar stuðning og góðvild í kjölfar andláts eiginmans síns, Filippusar prins. Elísabet er 95 ára í dag.

Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert.

Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“
Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum.

Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni
Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni.

Leiðtogi Sinn Féin biðst afsökunar á morðinu á Mountbatten lávarði
Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur beðist afsökunar á dauða Mountbatten lávarðs, frænda hertogans af Edinborg. Mountbatten var myrtur af Írska lýðveldishernum (IRA) árið 1979.

Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu
Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu.

Drottningin sat ein næst altarinu við jarðarförina
Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag en athöfnin fór fram í kapellu St. Georgs við Windsorkastala. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Filippus prins borinn til grafar
Filippus prins, maki Elísabetar Bretadrottningar, var borinn til grafar í dag. Fjöldi þeirra sem sóttu jarðarförina var takmarkaður við þrjátíu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu.

Fjöldi fólks fylgdist með komu fallbyssukerranna
Fjöldi fólks fylgdist með því þegar þegar hin konunglega viðhafnarsveit breska hersins kom ríðandi með þrjár fallbyssukerrur í eftirdragi að Windsor-kastala í dag til undirbúnings útfarar Filippusar prins á morgun.

Drottningin deilir áður óséðri mynd
Elísabet Bretadrottning óskaði eftir því að birta mynd af sér og eiginmanni sínum á aðgangi konungsfjölskyldunnar sem aldrei hefur verið birt áður. Myndin var tekin í Skotlandi árið 2003.

Helen McCrory látin
Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein.

Drottningin situr ein við útförina
Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina.

Drottningin mætt aftur til starfa
Elísabet Bretadrottning sneri aftur til starfa sinna fjórum dögum eftir að Filippus eiginmaður hennar lést. Hinn 94 ára gamla drottning sótti viðburð í gær þar sem æðsti starfsmaður konungsfjölskyldunnar fór á eftirlaun og þar að auki heimsótti hún í dag siglingaklúbb ásamt dóttur sinni.

Stærstu kanínu heims rænt í Englandi
Lögreglan í Vestur-Mersíu í Englandi leitar nú að stærstu kanínu heims, sem rænt var um helgina. Kanína, sem heitir Daríus, var tekin úr garði eigenda hennar í Worcesterskíri.

Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga
Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra.