Samfylkingin

Fréttamynd

Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnar­manna og að lögum sé fylgt

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið penna­strik“

Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður.

Innlent
Fréttamynd

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Ís­landi

Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af arf­taka sínum

A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs.

Innlent
Fréttamynd

Vilja móta sam­fé­lagið í þágu vinnandi fólks

Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundar­beiðni“

Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Mál Ást­hildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá

Borgarstjóri segir að könnun Maskínu um væntingar til meirihlutans í borginni að mörgu leyti góð fyrir meirihlutann. Rúmur helmingur svarenda ber litlar væntingar til meirihlutans og þá sérstaklega borgarbúar austan Elliðaáa.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju hræðist fólk kynja­fræði?

Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

„Vinnan er rétt að hefjast“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar

Þegar ég lít yfir þennan sal þá fæ ég hlýtt í hjartað. Ég hef svo lengi hlakkað til að hitta ykkur aftur á landsfundi. Og það var nú bara þannig að við höfðum ekki mikinn tíma eftir síðustu kosningar til að fagna sigrinum saman. Enda vorum við upptekin.

Skoðun
Fréttamynd

Gaman að fagna 25 ára af­mæli í ríkis­stjórn

Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Er órökréttur skatt­af­sláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barna­fólk?

Undanfarna daga hefur verið rætt um áform ríkisstjórnarinnar um að afnema heimild til samnýtingar skattþrepa. Því hefur verið haldið fram að um aðför að barnafjölskyldum landsins sé að ræða og að afnám heimildarinnar bitni helst á fjölskyldum sem verða tímabundið af tekjum vegna fæðingarorlofs og þeim foreldrum sem eiga erfitt með að ná endum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni til Ólafar ekki í kortunum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni sækist eftir endur­kjöri

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­nám samsköttunar svik við kjós­endur

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Blés til skyndi­fundar vegna inn­flutnings gerviópíóða

Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða.

Innlent
Fréttamynd

Segist af­hjúpa sann­leikann í „tengda­mömmumálinu“

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér.

Innlent