
Grímsnes- og Grafningshreppur

Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni
Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn.

Einungis notast við kafara við leit í Þingvallavatni
Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

Kafarar Landhelgisgæslunnar kallaðir út til leitar
Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn.

Hlé gert á leit í kvöld en sérsveitarmenn ræstir út á morgun
Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina.

Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun
Nú er komið í ljós að Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun eins og jafnvel var talið.

Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn
Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu.

Slökktu gróðureld á Nesjavallaleið
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu var ekki um stórt svæði að ræða en eldurinn var í mosa.

Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni
Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag.

Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs.

"Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið
Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið.

Leitin ekki borið árangur
Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur að kanna aðstæður fyrir kafara.

Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar
Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni.

Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni
Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu.

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju
Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

„Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu
Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu
Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.

Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni
Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu.

Þingvallahring lokað að nóttu
Framkvæmdir við Þingvallaveg hafa gengið vel og verkið er á undan áætlun að því er kemur fram á vef Þingvallaþjóðgarðs. Eftir sé að endurgera um það bil fimm hundruð metra utan núverandi vinnusvæðis og því verði tímabundnar lokanir frá og með í dag á tilteknum vegköflum frá níu á kvöldin til átta á morgnana.

Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi
Jóna og Edda eru tvíburafolöld, sem komu nýlega í heiminn á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Mamma þeirra heitir Tinna og er nítján vetra og pabbi þeirra er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sem er sex vetra.

Bandaríski ferðamaðurinn látinn
Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi

Erlendur veiðimaður féll í Úlfljótsvatn
Björgunarsveitir í Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag.

Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin
Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum.

Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun.

Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns.

Finnst það engin forréttindi að heyja í þessari náttúruumgjörð
Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Bóndinn er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama.

Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun.

Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda
Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina.

Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda
Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag.

Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins.

Fótbrotnaði efst í Reykjadal
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan fimm nú síðdegis.