
Snæfellsbær

Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann
Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Sex kennarar á landinu enn í verkfalli
Verkfallsaðgerðir kennara standa enn yfir þrátt fyrir ákvörðun Félagsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að aðgerðirnar væru að stærstum hluta ólögmætar.

Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt
Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.

Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum
Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi
Óvissustigi vegna ofanflóðahættu hefur verið aflétt á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum, en gert er ráð fyrir áframhaldandi óvissustigi á Austfjörðum fram til mánudags.

Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík
Tvö snjóflóð féllu á veg á milli Ólafsvíkur og Rifs á Snæfellsnesi. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi á Vesturlandi vegna ofanflóðahættu. Vegurinn er nú lokaður.

Misstu stýrið og rak nálægt landi
Björgunarsveitarmenn í Rifi á Snæfellsnesi voru kallaðir út í morgun vegna fiskibáts með tvo um borð sem hafði misst stýrið og rak nálægt landið.

„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár.

Lengsti óróapúlsinn til þessa
Lengsti óróapúlsinn í Ljósufjallakerfinu mældist við Grjótarárvatn í fjöllunum ofan Mýra síðdegis í gær. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá á Facebook-hóp sínum.

Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig.

Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda
Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss.

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang.

Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun en svo afturkölluð vegna slyss á Snæfellsnesi. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að vinna í málinu.

Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum
Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu.

Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi
Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag.

Skrúfan óvirk eftir að hafa siglt á rekald
Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi.

Björguðu manni úr sjálfheldu nærri Rauðfeldsgjá
Björgunarsveitarmenn björguðu í gær manni sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldsgjár á Snæfellsnesi.

Sérsveit þurfti ekki að skerast í leikinn vegna ferðamanns á tjaldstæði
Lögreglan á Vesturlandi óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í gærkvöldi vegna tilkynningar um mann með hnífa. Sérsveitin þurfti þó ekki að fara í neina sérstaka aðgerð vegna málsins, en lögreglan á Vesturlandi útkljáði málið sjálf.

„Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu
Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum.

Myndir: Dýrðardagur á Snæfellsnesi
Tvö skemmtiferðaskip komu við í Grundarfirði í gær og iðaði bærinn af lífi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á Snæfellsnesi í gær með myndavélina á lofti og festi mannlífið á filmu.

Fluttur á sjúkrahús eftir slys á Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag vegna slyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlu og lenti við sjúkrahúsið í Fossvogi fyrir stuttu.

Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb
Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann.

Ísklumpur féll á ferðamann
Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu.

Sinubruni í Staðarsveit á Snæfellsnesi
Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey
Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út.

Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls.

Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið
Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang.

Ferðamanni bjargað af flæðiskeri
Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu.

Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á
Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á.

Aldrei séð svona öldugang við landið: Hurfu undir öldu á Arnarstapa
Ferðamenn voru hætt komnir á Arnarstapa í fyrradag þegar þeir hurfu undir risastóra öldu sem skall á stapanum. Leiðsögumaður segist aldrei áður hafa séð slíkan öldugang og ekki bara á Arnarstapa heldur víðar um landið.