
Sjálfstæðisflokkurinn

Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum
Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás.

Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni
Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 27 prósent
Ný könnun MMR leiðir í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,1 prósent, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu könnun sem framkvæmd var í fyrri hluta nóvember.

Sigríður og Sjallar utan svæðis
Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint.

Dómsmálaráðuneytið þarf frí frá Sjálfstæðisflokknum
Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar, telur afar mikilvægt að dómsmálaráðuneytið fái frí frá Sjálfstæðisflokknum næstu kjörtímabil.

Hersir Aron nýr aðstoðarmaður Bjarna
Hersir Aron Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins.

Ríkisstjórnin þriggja ára og ráðherrann þrítugur
Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum?
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar.

Sjálfstæðisflokkurinn ekkert stórveldi lengur
Gunnar Smári Egilsson segir stóraukin framlög úr ríkissjóði til flokkanna ekki duga Sjálfstæðisflokki sem hefur verið rekinn með miklu tapi frá hruni.

Kolbeinn skýtur föstum skotum á Brynjar: „Þetta er orðið ansi hreint þreytt hjá honum“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar gagnrýninn á starfsbróður sinn á þingi, Brynjar Níelsson, í Facebook-færslu sem hann birti í kvöld. Hann segist farinn að halda að Brynjar hafi ekki aðeins sleppt því að mæta á nefndarfundi, „heldur sleppt því að vera vakandi og fylgjast með nokkru síðustu mánuði.“

Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars
Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til.

Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik.

„Ég er bara ósammála Ásmundi“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum
Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur.

Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið og stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins ef marka má nýja könnun MMR.

Segir Valhöll hafa yfirfarið lista umsækjenda um lóðir í Reykjavík
Ellert B. Schram greinir frá því í nýrri bók að flokksgæðingar hafi löngum setið fyrir þegar landsins gögn og gæði eru annars vegar.

Fylgi Sjálfstæðisflokks tæp 22 prósent í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 21,9 prósent í nýrri könnun MMR, tæplega fjórum prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í september.

Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu
Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta þingmönnum Framsóknarflokksins og bróðurparturinn af þingmönnum Miðflokksins vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf.

Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig.

Svanhildur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Svanhildi Hólm Valsdóttur í starf framkvæmdastjóra.

Lífsstílsglósa ráðherra kornið sem fyllti mælinn
Ásgeir Sveinsson bóndi hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna orða Kristjáns Þórs Júlíussonar.

Ofsafengin vandlæting færir þeim vopn í hendur sem spjót beinast að
Ásmundur Friðriksson segist hafa fengið yfir sig holskeflu svívirðinga vegna nýlegar Facebook-færslu en ekki síður stuðningsyfirlýsingar.

Sjálfstæðismenn fresta landsfundi
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem átti að fara fram í nóvember hefur verið frestað fram á næsta ár.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur og fylgi Samfylkingar minnkar
Fylgi Pírata og Miðflokksins eykst, en fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna minnkar í nýrri könnun MMR.

Setur spurningarmerki við hvort VG sé stjórntækur flokkur
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur.

Uppþot á borgarstjórnarfundi: „Mér er óglatt yfir þessum ummælum“
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er sögð hafa gengið út af borgarstjórnarfundi í kvöld vegna fyrirspurna um tengsl Eyþórs Laxdal Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni við Samherja.


Hvers vegna eru stjórnmálin ónýt?
Gunnar Smári Egilsson fjallar um lýðræðið og kemst að því að fjórflokkurinn er ekki svipur hjá sjón, þar blasir hrun við.