
Umferðaröryggi

Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík
Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs
Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra.

„Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“
Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma og stór hluti þess er kominn á tíma. Á sama tíma hefur fjárfesting ekki verið nægileg, sama hvort það er í tengslum við viðhald eða nýframkvæmdir. Þetta, og margt annað, kom fram í Pallborði um umferðaröryggi og vegakerfið á Vísi í dag.

„Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“
Guðrún Jack hefur verið lögreglukona á Íslandi í tæp fjörutíu ár. Hún hefur upplifað ýmislegt á ferlinum eins og þegar hún kom að vini sínum látnum.

Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld
Fjórir hafa farist í umferðarslysum á árinu, þar af þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið. Fjallað verður um umferðaröryggi og ástand samgönguinnviða á Íslandi í Pallborðinu á Vísi klukkan 12:30 í dag.

Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi
Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum.

Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga
Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré.

Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu
Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..

Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði
Sá sem lést í árekstri tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur í gær var íslendingur á áttræðisaldri. Aðrir sem lentu í slysinu eru ekki í lífshættu.

Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana
Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi.

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg.

Þrjú banaslys á fjórum dögum
Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar.

Einn látinn eftir árekstur í Berufirði
Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir árekstur tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Hinir þrír um borð í bílunum voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut
Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg.

Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga
Samgöngustofa segist taka ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs flugmanna, sem veldur því að þeir missi flugréttindi sín, alvarlega. Þannig ákvarðanir séu teknar með flugöryggi að leiðarljósi.

Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður.

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi í morgun. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu.

Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar
Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu síðasta ómalbikaða kafla Grafningsvegar, brekkuna á vesturbakka Sogsins sem liggur upp frá brúnni við Írafossvirkjun og í átt að Ljósafossvirkjun. Fyrirhugað er að drífa verkið áfram og skal því að fullu lokið í sumar, fyrir 1. ágúst 2025.

Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu
Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Stjórnmálamenn haldi greinilega að meðalvegur endist í 120 ár
Framkvæmdastjóri Colas segir ekki rétt að rekja megi lélegt ásigkomulag vega til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka. Fé vanti til viðhalds og segir hann viðhaldsskuld vegakerfisins hafa numið tugum milljarða árlega undanfarna áratugi.

Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga.

Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra.

Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins
Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli.

Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga
Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að hættustig er í gildi vegna bikblæðinga á vegum á nokkrum stöðum á Vesturlandi.

Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný
Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega.

Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik
Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega.

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn
Um hálfáttaleytið í kvöld varð tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í Reykjavík.

Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst
Karlmaður sem var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum og valda hörðum árekstri var metinn ósakhæfur af Héraðsdómi Vesturlands. Manninum var þó gert að greiða kona sem slasaðist alvarlega í árekstrinum þrjár milljónir í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 410 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna, ellegar þarf hann að sitja 24 daga í fangelsi.

Ýtti konu fyrir bíl
Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás sem hann framdi fyrir utan kaffihús í Reykjavík í ágúst árið 2021. Ákvörðun um refsingu hans var frestað.

Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo
Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í dag, skammt frá brúnni um Víkurveg sem skilur að Grafarvog og Grafarholt.