Skattar og tollar

Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun
Fréttamynd

Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg.

Innlent
Fréttamynd

Dráttar­véla­mót­mæli gegn ropskatti á bú­fénað

Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.

Erlent
Fréttamynd

Spáir snöggri lækkun á fasteignaverði

Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár alþjóðlegra fjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að skattleggja beljurop

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Erlent
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Takk fyrir ekkert

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun
Fréttamynd

„Gamaldags skattahækkun“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýnir áform stjórnvalda um að hækka vörugjöld á bifreiðum. Hann segir að reikna megi að verð á rafbílum hækki um 600.000 krónur til milljónar á bifreið á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar kasta á milli sín heitri (franskri) kar­töflu

Félag atvinnurekenda sendi Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi 24. ágúst síðastliðinn og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu 76% tolls, sem lagður er á innfluttar franskar kartöflur.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka lág­mark bif­reiða- og vöru­gjalda

Breytingar verða gerðar á vörugjaldi við innflutning ökutækja samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Þá verða einnig gerðar breytingar á bifreiðagjaldi en tekjur ríkissjóðs vegna þessara flokka hefur dregist saman síðustu ár.

Bílar
Fréttamynd

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Ef eitt­hvað væri að marka Bjarna

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum viðskiptakálfs Morgunblaðsins um skattamál á miðvikudaginn. Frásögn blaðsins endar svona:

Skoðun
Fréttamynd

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur