Þýski handboltinn

Fréttamynd

Ýmir og félagar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu er liðið heimsótti Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ýmir og félagar voru með fullt hús stiga fyrir leikinn, en þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar Örn framlengir hjá Melsungen

Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarliðið MT Melsungen. Leikmaðurinn mun því spila með liðinu til ársins 2025.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá Ómari Inga, Gísla og félögum

Íslendingaliðið SC Magdeburg vann auðveldan átján marka sigur á ástralska félaginu Sydney University í fyrsta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða sem hófst í dag í Sádí Arabíu.

Sport
Fréttamynd

Viggó tryggði Leipzig jafntefli gegn Lemgo

Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, var markahæsti leikmaður liðsins og skoraði markið sem réði úrslitum í 29-29 jafntefli gegn Lemgo. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn Magdeburg, skoruðu samtals 12 mörk í stórsigri á Minden á sama tíma.

Handbolti
Fréttamynd

Lokkaði tvo út af í fyrsta leik

Mathias Gidsel spilaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina og fór nokkuð vel af stað. Hraði hans er illviðráðanlegur.

Handbolti
Fréttamynd

Nýliðar Gummersbach byrja tímabilið á sigri

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í öllum fjórum leikjunum. Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann góðan fjögurra marka sigur gegn Lemgo, 26-30.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til

Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

Handbolti