
Ástin og lífið

Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins
Hvít jól, ljúfar fjölskyldustundir, fallega jólakveðjur og ástin umvafði samfélagsmiðlana hjá stjörnum landsins í vikunni sem leið, allt eins og það á að vera á þessum tíma árs.

Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum
Á nýju ári eru það ófáir sem setja sér einhver markmið. Oft heilsutengd í janúar en líka stærri markmið; um vinnuna, ástina, heimilið, nýja og gamla drauma, ferðalög og svo framvegis.

Æskudraumurinn varð að veruleika
„Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor.

Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist Báru Guðmundsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði, við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Katrín Tanja trúlofuð
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eru trúlofuð. Þau greindu frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Steven og Guðný Ósk eru nýtt par
Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Eyjamærin Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þau njóta nú lífsins og jólanna í sól og hita á Tenerife.

Eiga nú glöðustu hunda í heimi
Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Brúðkaup ársins 2024
Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024.

Króli trúlofaður
Kristinn Óli Haraldsson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og Birta Ásmundsdóttir kærasta hans, nú unnusta, eru trúlofuð.

Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna
Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi.

Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón
Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eru orðin hjón. Þau greindu frá því á samfélagsmiðlum í gær.

Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák
„Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.

Frægir fundu ástina 2024
Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.

Að kúpla okkur frá vinnu um jólin
Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin.

Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn
Dóttir knattspyrnukonunnar Elínar Mettu Jensen og Sigurðar Tómassonar, framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo, er komin með nafn. Stúlkan fékk nafnið Magdalena Nordal.

Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“
„Það fer nú eiginlega eftir því hvernig við skilgreinum rangur maki. “ svarar Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í upphafi samtals um val á réttum eða röngum maka.

Frægir fjölguðu sér árið 2024
Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney
Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær.

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn
Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Baldwin Leó McLeod.

Kári og Eva eru hjón
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.

Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu
Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma.

„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“
„Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona.

Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana
Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn.

Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn
Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét.

Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið
Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga.

Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“
„Ég væri til í að fara á aktívt stefnumót, gera eitthvað sem kemur adrenalíninu af stað og enda svo á góðum mat og með því. Það skiptir mig samt ekki öllu máli hvað er gert, heldur að það sé gaman með áhugaverðri manneskju,“ segir Halla Björg Hallgrímsdóttir í viðtali við Makamál.

Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi
Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár.

Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn
Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld.

Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á barni. Það tilkynnti Vala Kristín á Instagram í dag.