Lög og regla Útgerðin krefur olíufélögin bóta Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Innlent 13.10.2005 15:14 Georg forstjóri Gæslunnar Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót. Innlent 13.10.2005 15:14 Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. Innlent 13.10.2005 15:14 Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu. Innlent 13.10.2005 15:14 Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum Sigurbjörn Sævar Grétarsson var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum 12-14 ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm drengjanna. Innlent 13.10.2005 15:14 Ekki truflandi áhrif Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis. Þetta er mat Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:14 3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Innlent 13.10.2005 15:13 Slæmt að þagnarskylda skuli rofin Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Innlent 13.10.2005 15:14 Tölvubrot á Akureyri Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur til rannsóknar möguleg brot tölvufyrirtækis þar í bæ á höfundarréttarlögum. Uppi er grunur um að sett hafi verið upp stýrikerfi og jafnvel annar hugbúnaður á tölvur sem fyrirtækið selur án þess að fyrir lægju viðeigandi leyfi og greiðslur til rétthafa. Innlent 13.10.2005 15:14 Á slysadeild eftur útafakstur Einn var fluttur á slysadeild með háls- og bakáverka eftir útafakstur skammt frá Selfossi á öðrum tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var ökumaður einn í fólksbifreið og ók eftir Vorsabæjarvegi þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku og keyrði útaf. Innlent 13.10.2005 15:14 Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 13.10.2005 15:14 Flutningabíll ók út af Bílstjóri slapp ómeiddur þegar flutningabifreið sem hann ók fór út af við Lækshraun austan við Kirkjubæjarklaustur klukkan hálfellefu á þriðjudagskvöld. Innlent 13.10.2005 15:14 Sjö handteknir vegna þýfis Sjö menn voru handteknir í íbúð í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir að þýfi fannst í íbúðinni. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum í neyslupakkningum, kannabis og annað hvort amfetamín eða kókaín. Innlent 13.10.2005 15:13 Grunaður um íkveikju Öryggisvörður er grunaður um að hafa kveikt í lyftara við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Maðurin tilkynnti sjálfur um eldinn og slökkti hann, en myndir úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að maðurinn er grunaður um verknaðinn. Innlent 13.10.2005 15:13 Sjö handteknir í nótt Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt sjö menn eftir að talsvert af þýfi úr ýmsum innbrotum og eitthvað af fíkniefnum fanst í íbúð, sem þeir voru saman í. Upphaflega fór lögreglan á vettvang um hálf þrjú leitið í nótt, þar sem nágrannar höfðu kvartað undan hávaða. Við nánari athugun fanst þýfið og fíkniefnin þannig að allir voru handteknir. Innlent 13.10.2005 15:13 Skattrannsókn aftur til lögreglu Skattrannsóknarstjóri hefur vísað rannsókn á ákveðnum þáttum skattamála Baugs aftur til embættis ríkislögreglustjóra til meðferðar. Baugi var tilkynnt þetta þann fimmtánda nóvember. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, vill ekki tjá sig um efnisatriði í málinu að svo stöddu en segir að það hafi tekið nokkrum breytingum frá því að ríkislögreglustjóri sendi það til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra í lok síðasta árs. Innlent 13.10.2005 15:13 Eldur á Stíflu Mikið tjón varð á bænum Stíflu í Vestur-Landeyjum á þriðjudag þegar eldur kom upp í vélaskemmu. Tilkynnt var um eldinn klukkan tíu í gærmorgun og slökkvilið Hvolsvallar og Hellu voru komin á staðinn fimmtán mínútum síðar. Innlent 13.10.2005 15:13 Náðu fljótt tökum á eldinum Eldur kom upp í hlöðu á bænum Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi um klukkan ellefu í fyrrakvöld. Eldurinn logaði í heyi í hlöðunni sem er áföst fjósi. Hvorki mönnum né skepnum var meint af og gekk slökkvistarf vel. Innlent 13.10.2005 15:13 Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð Náð var í um sextíu kókaínhylki í görn fíkniefnasmyglara með skurðaðgerð á mánudag. Smyglarinn, sem er Íslendingur um þrítugt, var handtekinn við komuna til landsins á sunnudag og leiddi röntgenskoðun í ljós að hann væri með aðskotahluti innvortis. Innlent 13.10.2005 15:13 Feðgar dæmdir til refsingar Tuttugu og tveggja ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Innlent 13.10.2005 15:13 Vélstjóra vikið frá Eimskip Einum vélstjóra af flutningaskipi Eimskips sem tekinn var í Færeyjum með lítilræði af fíkniefnum hefur verið vikið úr starfi. Hann átti eitt og hálft gramm af hassi og 0,1 gramm af kókaíni sem fundust í káetu stýrimanns. Innlent 13.10.2005 15:13 Fannst látin í höfninni Pólsk kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun. Samlandar konunnar söknuðu hennar um morguninn og létu lögreglu vita. Lögreglan fann konuna síðan í höfninni rétt áður en skipulögð leit hófst. Innlent 13.10.2005 15:13 Hrinti konu út úr bíl á ferð Rúmlega tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn ungri konu. Hann hristi hana, sló ítrekað í öxl hennar og hrinti henni að lokum út úr bíl á ferð í hringtorgi á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 15:13 Grunur um undanskot eigna Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Innlent 13.10.2005 15:13 Laus úr haldi Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björnssyni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. Innlent 13.10.2005 15:13 Hundruð kílóa af fölsunum Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hafa á þessu ári tekið nokkrar sendingar með nokkur hundruð kílóum af falsaðri merkjavöru, m.a. fatnaði, hljómdiskum og blekhylkjum. Innlent 13.10.2005 15:13 Falsaði kaupverð Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur til greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir skjalafals og tollalagabrot. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur tíu daga fangelsi hennar í stað. Innlent 13.10.2005 15:13 400 stöðvaðir, enginn stútur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði u.þ.b. fjögur hundruð ökumenn upp úr miðnætti í nótt og reyndist enginn þeirra hafa bragðað áfengi. Þetta var mun betri útkoma en í fyrrinótt þegar níu ökumenn voru teknir úr umferð, grunaðir um ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 15:12 Flutti kókaín inn fyrir samfanga Sigurður Rúnar Gunnarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 15:13 Vísað frá Færeyjum vegna fíkniefna Manni á íslensku flutningaskipi í eigu Eimskips var vísað frá Færeyjum þar sem á honum fundust fíkniefni. Innlent 13.10.2005 15:13 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 120 ›
Útgerðin krefur olíufélögin bóta Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Innlent 13.10.2005 15:14
Georg forstjóri Gæslunnar Dómsmálaráðherra skipaði í dag Georg Kr. Lárusson, forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti forstjóra Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar næstkomandi. Georg var valinn úr hópi níu umsækjenda. Georg tekur við af Hafsteini Hafsteinssyni sem tekur við starfi skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu um áramót. Innlent 13.10.2005 15:14
Með 850 grömm af kókaíni Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að reyna að smygla til landsins 850 grömmum af kókaíni. Innlent 13.10.2005 15:14
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Rúmlega fertugur maður var dæmdur í eins árs fangelsi í Héráðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að særa blygðunarsemi 12 ára pilts í biðskýli við Austurberg í Reykjavík og notfæra sér andlega annmarka 17 ára pilts í kynferðislegum tilgangi á gistiheimili við Flókagötu. Innlent 13.10.2005 15:14
Fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum Sigurbjörn Sævar Grétarsson var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi fyrir kynferðisbrot gegn fimm drengjum á aldrinum 12-14 ára. Sigurbjörn var ákærður fyrir brot gegn sjö drengjum en aðeins sakfelldur fyrir brot gegn fimm drengjanna. Innlent 13.10.2005 15:14
Ekki truflandi áhrif Fréttir af rannsókn lögreglu og skattyfirvalda hafa ekki áhrif á viðskipti félagsins erlendis. Þetta er mat Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:14
3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Innlent 13.10.2005 15:13
Slæmt að þagnarskylda skuli rofin Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Innlent 13.10.2005 15:14
Tölvubrot á Akureyri Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur til rannsóknar möguleg brot tölvufyrirtækis þar í bæ á höfundarréttarlögum. Uppi er grunur um að sett hafi verið upp stýrikerfi og jafnvel annar hugbúnaður á tölvur sem fyrirtækið selur án þess að fyrir lægju viðeigandi leyfi og greiðslur til rétthafa. Innlent 13.10.2005 15:14
Á slysadeild eftur útafakstur Einn var fluttur á slysadeild með háls- og bakáverka eftir útafakstur skammt frá Selfossi á öðrum tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var ökumaður einn í fólksbifreið og ók eftir Vorsabæjarvegi þegar hann missti stjórn á bílnum í hálku og keyrði útaf. Innlent 13.10.2005 15:14
Sýknaður af manndrápsákæru Tvítugur maður var sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var talinn hafa ekið bifreið sinni of hratt miðað við aðstæður og ekki gætt nægrar varúðar þegar árekstur við aðra bifreið olli banaslysi. Innlent 13.10.2005 15:14
Flutningabíll ók út af Bílstjóri slapp ómeiddur þegar flutningabifreið sem hann ók fór út af við Lækshraun austan við Kirkjubæjarklaustur klukkan hálfellefu á þriðjudagskvöld. Innlent 13.10.2005 15:14
Sjö handteknir vegna þýfis Sjö menn voru handteknir í íbúð í Vogahverfi í Reykjavík um klukkan hálf þrjú í fyrrinótt eftir að þýfi fannst í íbúðinni. Einnig fannst lítilræði af fíkniefnum í neyslupakkningum, kannabis og annað hvort amfetamín eða kókaín. Innlent 13.10.2005 15:13
Grunaður um íkveikju Öryggisvörður er grunaður um að hafa kveikt í lyftara við Rúmfatalagerinn á Smáratorgi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Maðurin tilkynnti sjálfur um eldinn og slökkti hann, en myndir úr eftirlitsmyndavél urðu til þess að maðurinn er grunaður um verknaðinn. Innlent 13.10.2005 15:13
Sjö handteknir í nótt Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt sjö menn eftir að talsvert af þýfi úr ýmsum innbrotum og eitthvað af fíkniefnum fanst í íbúð, sem þeir voru saman í. Upphaflega fór lögreglan á vettvang um hálf þrjú leitið í nótt, þar sem nágrannar höfðu kvartað undan hávaða. Við nánari athugun fanst þýfið og fíkniefnin þannig að allir voru handteknir. Innlent 13.10.2005 15:13
Skattrannsókn aftur til lögreglu Skattrannsóknarstjóri hefur vísað rannsókn á ákveðnum þáttum skattamála Baugs aftur til embættis ríkislögreglustjóra til meðferðar. Baugi var tilkynnt þetta þann fimmtánda nóvember. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, vill ekki tjá sig um efnisatriði í málinu að svo stöddu en segir að það hafi tekið nokkrum breytingum frá því að ríkislögreglustjóri sendi það til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra í lok síðasta árs. Innlent 13.10.2005 15:13
Eldur á Stíflu Mikið tjón varð á bænum Stíflu í Vestur-Landeyjum á þriðjudag þegar eldur kom upp í vélaskemmu. Tilkynnt var um eldinn klukkan tíu í gærmorgun og slökkvilið Hvolsvallar og Hellu voru komin á staðinn fimmtán mínútum síðar. Innlent 13.10.2005 15:13
Náðu fljótt tökum á eldinum Eldur kom upp í hlöðu á bænum Vorsabæjarhóli í Gaulverjabæjarhreppi um klukkan ellefu í fyrrakvöld. Eldurinn logaði í heyi í hlöðunni sem er áföst fjósi. Hvorki mönnum né skepnum var meint af og gekk slökkvistarf vel. Innlent 13.10.2005 15:13
Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð Náð var í um sextíu kókaínhylki í görn fíkniefnasmyglara með skurðaðgerð á mánudag. Smyglarinn, sem er Íslendingur um þrítugt, var handtekinn við komuna til landsins á sunnudag og leiddi röntgenskoðun í ljós að hann væri með aðskotahluti innvortis. Innlent 13.10.2005 15:13
Feðgar dæmdir til refsingar Tuttugu og tveggja ára maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Innlent 13.10.2005 15:13
Vélstjóra vikið frá Eimskip Einum vélstjóra af flutningaskipi Eimskips sem tekinn var í Færeyjum með lítilræði af fíkniefnum hefur verið vikið úr starfi. Hann átti eitt og hálft gramm af hassi og 0,1 gramm af kókaíni sem fundust í káetu stýrimanns. Innlent 13.10.2005 15:13
Fannst látin í höfninni Pólsk kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun. Samlandar konunnar söknuðu hennar um morguninn og létu lögreglu vita. Lögreglan fann konuna síðan í höfninni rétt áður en skipulögð leit hófst. Innlent 13.10.2005 15:13
Hrinti konu út úr bíl á ferð Rúmlega tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn ungri konu. Hann hristi hana, sló ítrekað í öxl hennar og hrinti henni að lokum út úr bíl á ferð í hringtorgi á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 15:13
Grunur um undanskot eigna Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Innlent 13.10.2005 15:13
Laus úr haldi Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björnssyni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. Innlent 13.10.2005 15:13
Hundruð kílóa af fölsunum Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hafa á þessu ári tekið nokkrar sendingar með nokkur hundruð kílóum af falsaðri merkjavöru, m.a. fatnaði, hljómdiskum og blekhylkjum. Innlent 13.10.2005 15:13
Falsaði kaupverð Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur til greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir skjalafals og tollalagabrot. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur tíu daga fangelsi hennar í stað. Innlent 13.10.2005 15:13
400 stöðvaðir, enginn stútur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði u.þ.b. fjögur hundruð ökumenn upp úr miðnætti í nótt og reyndist enginn þeirra hafa bragðað áfengi. Þetta var mun betri útkoma en í fyrrinótt þegar níu ökumenn voru teknir úr umferð, grunaðir um ölvunarakstur. Innlent 13.10.2005 15:12
Flutti kókaín inn fyrir samfanga Sigurður Rúnar Gunnarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Innlent 13.10.2005 15:13
Vísað frá Færeyjum vegna fíkniefna Manni á íslensku flutningaskipi í eigu Eimskips var vísað frá Færeyjum þar sem á honum fundust fíkniefni. Innlent 13.10.2005 15:13